Muna hverjir studdu Úkraínu

Úkraína | 17. mars 2023

Muna hverjir studdu Úkraínu

Þjóðir sem „komu illa fram við Úkraínu“ verða dregnar til ábyrgðar að loknu stríðinu, að sögn Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.

Muna hverjir studdu Úkraínu

Úkraína | 17. mars 2023

Dmytro Kuleba.
Dmytro Kuleba. AFP/Michael M. Santiago

Þjóðir sem „komu illa fram við Úkraínu“ verða dregnar til ábyrgðar að loknu stríðinu, að sögn Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.

Þjóðir sem „komu illa fram við Úkraínu“ verða dregnar til ábyrgðar að loknu stríðinu, að sögn Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.

Í samtali við BBC sagði hann jafnframt að þær ákvarðanir sem hver og ein þjóð tók eftir innrás Rússa í Úkraínu verða „teknar með í reikninginn þegar kemur að því að byggja upp samskipti til framtíðar“.

Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði.
Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði. AFP/Sergei Shestak

Hann varaði einnig við að tafir á hergögnum frá Vesturlöndum muni kosta mannslíf í Úkraínu.

„Ef ein sending frestast um einn dag þýðir það að einhver í víglínunni á eftir að deyja,“ sagði hann.

mbl.is