Munu Kínverjar senda Rússum vopn?

Rússland | 17. mars 2023

Munu Kínverjar senda Rússum vopn?

Horft er með athygli til fundar Vladimir Pútíns forseta Rússlands og Xi Jinping, forseta Kína,
í næstu viku með tilliti til þess hvort Kínverjar hyggist senda Rússum vopn til bardaga við Úkraínumenn.

Munu Kínverjar senda Rússum vopn?

Rússland | 17. mars 2023

Sagt er að Jinping og Pútín deili svipaðri heimssýn.
Sagt er að Jinping og Pútín deili svipaðri heimssýn. AFP

Horft er með athygli til fundar Vladimir Pútíns forseta Rússlands og Xi Jinping, forseta Kína,
í næstu viku með tilliti til þess hvort Kínverjar hyggist senda Rússum vopn til bardaga við Úkraínumenn.

Horft er með athygli til fundar Vladimir Pútíns forseta Rússlands og Xi Jinping, forseta Kína,
í næstu viku með tilliti til þess hvort Kínverjar hyggist senda Rússum vopn til bardaga við Úkraínumenn.

Sagt er að Jinping og Pútín deili svipaðri heimssýn hvað varðar nauðsyn „pólaríseringu“ heimsins.

Ríki í vestrinu hafa varað Kínverja við því að stíga það skref að veita Rússum vopn í átökunum.

Formlega hafa Kínverjar haldið fram hlutlausri afstöðu í átökunum. Eins hafa þeir sagst ætla að beita sér fyrir friðsamlegri lausn.

Talsmaður Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að horft verði á aðkomu Kínverja með opnum hug ef það kann að leiða til þess að Úkraínumenn fái sjálfstæði sitt að nýju.

Þrátt fyrir yfirlýst hlutleysti þykir heimsóknin mikil stuðningsyfirlýsing við Vladimír Pútín. Meint hlutleysi þjóni Kínverjum ágætlega þar sem að með þessu séu Rússar að vinna skítavinnuna fyrir Kínverja og höggva skörð í birgðir og peninga Vesturveldanna.

mbl.is