Xi Jinping heimsækir Rússland

Úkraína | 17. mars 2023

Xi Jinping heimsækir Rússland

Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í næstu viku. Þar ætlar hann að funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, rúmu ári eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Xi Jinping heimsækir Rússland

Úkraína | 17. mars 2023

Pútín og Xi í Peking 4. febrúar í fyrra.
Pútín og Xi í Peking 4. febrúar í fyrra. AFP/Alexei Druzhinin

Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í næstu viku. Þar ætlar hann að funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, rúmu ári eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í næstu viku. Þar ætlar hann að funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, rúmu ári eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Xi verður í Rússlandi frá mánudegi til miðvikudags og verður þetta fyrsta heimsóknin hans þangað síðan 2019. Stutt er síðan hann hóf sitt þriðja kjörtímabil sem forseti.

Pútín var viðstaddur opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking, höfuðborg Kína, í fyrra. Leiðtogarnir tveir og pólitísku samherjarnir hittust einnig á ráðstefnu í Úsbekistan í september síðastliðnum.

mbl.is