Hafa fært sterk rök fyrir máli sínu

Úkraína | 18. mars 2023

Hafa fært sterk rök fyrir máli sínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að handtökuskipunin sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur gefið út á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta sé réttlætanleg.

Hafa fært sterk rök fyrir máli sínu

Úkraína | 18. mars 2023

Samsett mynd af Joe Biden og Vladimír Pútín.
Samsett mynd af Joe Biden og Vladimír Pútín. AFP/Mandel Ngan og Mikhail Metzel

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að handtökuskipunin sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur gefið út á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta sé réttlætanleg.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að handtökuskipunin sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur gefið út á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta sé réttlætanleg.

Pútín og María Lvova-Belova, sem er full­trúi for­set­ans varðandi rétt­indi barna, eru sökuð um stríðsglæpi vegna brottflutnings á úkraínskum börnum til Rússlands.

Biden sagði við blaðamenn á lóð Hvíta hússins að dómstóllinn hefði fært mjög sterk rök fyrir máli sínu, en nefndi að Bandaríkin væru ekki hluti af dómstólnum.

Biden ræðir við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. …
Biden ræðir við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær. ) AFP/Andrew Caballero-Reynolds

„Það er enginn vafi á því að Rússar eru að fremja stríðsglæpi og voðaverk í Úkraínu og við höfum verið skýr á því að þeir sem eru ábyrgir verða látnir svara til saka,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.

„Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn er sjálfstæður dómstóll.“

Bretar og ESB fagna ákvörðuninni

Bretar hafa fagnað ákvörðun dómstólsins og Evrópusambandið sagði að hún væri „bara byrjunin“.

Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) sagði að um væri að ræða „stóran dag fyrir mörg fórnarlömb“ rússneskra hersveita.

Rússnesk stjórnvöld hafa neitað ásökununum og segja handtökuskipunina „svívirðilega“.

mbl.is