Lokapróf í tækniháskóla skrifleg út af gervigreind

Gammy litli | 18. mars 2023

Lokapróf í tækniháskóla skrifleg út af gervigreind

Tækniháskóli Danmerkur (DTU), sem er meðal fremstu tækniháskóla heims, tilkynnti nýverið að næstu lokapróf skólans yrðu tekin með blaði og penna.

Lokapróf í tækniháskóla skrifleg út af gervigreind

Gammy litli | 18. mars 2023

ChatGPT er netspjallmenni eða gervigreindar tól sem getur svarað flóknum …
ChatGPT er netspjallmenni eða gervigreindar tól sem getur svarað flóknum og jafnvel heimspekilegum spurningum. AFP

Tækniháskóli Danmerkur (DTU), sem er meðal fremstu tækniháskóla heims, tilkynnti nýverið að næstu lokapróf skólans yrðu tekin með blaði og penna.

Tækniháskóli Danmerkur (DTU), sem er meðal fremstu tækniháskóla heims, tilkynnti nýverið að næstu lokapróf skólans yrðu tekin með blaði og penna.

Samkvæmt danska miðlinum Politiken var ákvörðunin tekin vegna áhyggna skólans á notkun nemenda á gervigreind í prófum. 

Ákvörðunin um að nemendum við tækninám sé óheimilt að nota tölvur í prófum kann að koma mörgum á óvart, en skólinn kveðst ekki hafa annarra kosta völ að svo stöddu, þar sem ekki séu úrræði til að sjá við tækninni. 

Ákvörðunin bráðabirgðalausn

ChatGPT netspjallmenninu var hleypt af stokkunum í nóvember í fyrra og hefur umræða um gervigreind verið mikil í kjölfarið. Spjallmennið getur svarað flóknum spurningum á aðeins nokkrum sekúndum og því margir nemendur sem freistast þess að nýta tæknina til að svara prófspurningum. 

Fjöldi háskóla í Danmörku hefur óheimilað notkun á gervigreind í prófum, en það virðist ekki hafa stöðvað nemendur.

Jørgen Jansen, yfirmaður fræðasviðs DTU, segir ákvörðunina bráðabirgðalausn á vandamáli sem hann vonast til að verði leyst sem fyrst.  

„Því miður hefur tæknin náð fram úr okkur, fyrirkomulag prófa eins og þau eru núna gera ekki ráð fyrir ChatGPT,” segir Jørgen.  

mbl.is