Óvænt heimsókn Pútíns til Maríupol

Úkraína | 19. mars 2023

Óvænt heimsókn Pútíns til Maríupol

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í óvænta heimsókn til Maríupol í gær. Þetta var fyrsta heimsókn hans þangað síðan rússneski herinn náði úkraínsku hafnarborginni á sitt vald eftir langt umsátur við upphaf innrásarinnar í Úkraínu.

Óvænt heimsókn Pútíns til Maríupol

Úkraína | 19. mars 2023

Pútín í borginni Sevastopol á Krímskaga í gær ásamt héraðsstjóranum …
Pútín í borginni Sevastopol á Krímskaga í gær ásamt héraðsstjóranum Mikhail Razvozhayev. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í óvænta heimsókn til Maríupol í gær. Þetta var fyrsta heimsókn hans þangað síðan rússneski herinn náði úkraínsku hafnarborginni á sitt vald eftir langt umsátur við upphaf innrásarinnar í Úkraínu.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í óvænta heimsókn til Maríupol í gær. Þetta var fyrsta heimsókn hans þangað síðan rússneski herinn náði úkraínsku hafnarborginni á sitt vald eftir langt umsátur við upphaf innrásarinnar í Úkraínu.

Áður hafði Pútín heimsótt Krímskaga í tilefni þess að níu ár eru liðin síðan Rússar innlimuðu hann.

Pútín ferðaðist til Maríupol eftir að Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur forsetanum. Hann er sakaður um að hafa flutt þúsundir úkraínskra barna frá upphafi stríðsins.

Á meðan á umsátrinu um Maríupol stóð eyðilögðu Rússar stálverksmiðjuna Azovstal, sem var síðasta vígið í borginni.

Pútín í Sevastopol í gær.
Pútín í Sevastopol í gær. AFP

Að sögn ríkisfréttastofunnar TASS flaug Pútín til Maríupol með þyrlu í gær og ferðaðist um borgina, meðal annars á bíl. Hann heimsótti þó nokkra staði og talaði við íbúa, auk þess sem kynnt var fyrir honum skýrsla um enduruppbyggingu borgarinnar.

mbl.is