Jarðfræðinemum fækkaði í kjölfar gossins

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. mars 2023

Jarðfræðinemum fækkaði í kjölfar gossins

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir ásókn nemenda í jarðfræði og eldfjallafræði hafa dottið niður í kjölfar eldgossins í Fagradalsfjalli. 

Jarðfræðinemum fækkaði í kjölfar gossins

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. mars 2023

Nemendum hefur fækkað í kjölfar gossins í Fagradalsfjalli.
Nemendum hefur fækkað í kjölfar gossins í Fagradalsfjalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir ásókn nemenda í jarðfræði og eldfjallafræði hafa dottið niður í kjölfar eldgossins í Fagradalsfjalli. 

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir ásókn nemenda í jarðfræði og eldfjallafræði hafa dottið niður í kjölfar eldgossins í Fagradalsfjalli. 

Í gær voru nákvæmlega tvö ár liðin frá því að eld­fjallið tók að gjósa en gosið hófst 19. mars 2021 og lauk hálfu ári síðar, eða þann 18. september sama ár. 

„Áhugi íslenskra nemenda sem eru að koma úr menntaskóla virðist ekki vera á jarðfræðinni en fyrir því geta verið margar ástæður. Það er mjög mikið áhyggjuefni hvað það eru fáir sem sækja í jarðvísindi en í jarðfræðinni fáum við eitthvað yfir tíu nemendur á ári en í jarðeðlisfræðinni eru það 1-2 nemendur á ári og í besta falli fjórir. Eins og ég sé þetta sem prófessor í háskólanum þá er þetta grafalvarlegt ástand,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is. 

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðfræðin blasir við hvert sem farið er

Þorvaldur segir að á landi sem Íslandi þar sem jarðfræðin blasi við fólki hvert sem það fer sé ótrúlegt hve fáir fari í jarðvísindi í háskólanum. Hann segir að efla megi kynningu á náminu og kynna þau ótal mörgu tækifæri sem standi til boða á sviði jarðvísinda.

„Mig grunar að ef kennslan væri efld á grunn- og menntaskólastigum þá myndum við sjá fleiri jarðvísindamenn. Við erum kannski ekki að gera nægjanlega vel í að benda ungum og efnilegum nemendum á það hvers konar vinnu þau geta fengið í gegnum jarðvísindin,“ segir Þorvaldur og bendir á að á Grænlandi sé að opnast stórt svið á hagnýtu hliðinni og er talið að um 1.000-1.500 störf í verkfræði og jarðvísindum verði til á næstu einum til tveimur áratugum.

mbl.is