Pútín og Xi ræða áætlun til að enda stríðið

Úkraína | 20. mars 2023

Pútín og Xi ræða áætlun til að enda stríðið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði við Xi Jinping, forseta Kína, að Rússar væru opnir fyrir því að ræða tillögur Kínverja til þess að binda enda á stríðið í Úkraínu, á fundi þeirra í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í dag.

Pútín og Xi ræða áætlun til að enda stríðið

Úkraína | 20. mars 2023

Xi Jinping og Vladimír Pútín í Kreml í dag.
Xi Jinping og Vladimír Pútín í Kreml í dag. AFP/Sergei Karpukhin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði við Xi Jinping, forseta Kína, að Rússar væru opnir fyrir því að ræða tillögur Kínverja til þess að binda enda á stríðið í Úkraínu, á fundi þeirra í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í dag.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði við Xi Jinping, forseta Kína, að Rússar væru opnir fyrir því að ræða tillögur Kínverja til þess að binda enda á stríðið í Úkraínu, á fundi þeirra í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í dag.

„Við erum alltaf opnir fyrir samningaviðræðum,“ sagði Pútín við Xi sem er í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Rússlands síðan fyrir heimsfaraldurinn.

Kínverjar hafa haldið fram hlutleysi sínu í Úkraínustríðinu en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Peking um að vera að hugleiða að senda vopn til Rússlands, en Kínverjar hafa tekið fyrir þær ásakanir.

Ákall um að virða fullveldi landa

Xi og Pútín munu í þriggja daga heimsókn Kínaforsetans ræða 12 skrefa áætlun Kínverja til þess að enda Úkraínustríðið.

Í áætluninni er m.a. kveðið á um samtal milli Úkraínu og Rússlands og að fullveldi allra landa verði virt.

Pútín hefur fagnað yfirlýsingum frá yfirvöldum í Peking um Úkraínustríðið og segir þær til marks um vilja til þess að spila „uppbyggilegt hlutverk“ í því að stöðva átökin.

Óleg Nikolenkó, talsmaður utanríkisráðuneytis Úkraínu, segir að Úkraínumenn ætlist til þess að Xi muni beita áhrifum sínum á Rússa til þess að enda stríðið í Úkraínu.

Stjórmálavæðing og tvöfalt siðferði

Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn í Haag gaf út hand­töku­skipun á Pútín á föstudaginn vegna stríðsglæpa í Úkraínu.

Yfirvöld í Kína hafa sagt að dómstóllinn ætti að varast „stjórnmálavæðingu og tvöfalt siðferði“ og að virða friðhelgi þjóðhöfðingja.

mbl.is