Segir Wagner-liða hafa náð meirihluta Bakhmút

Úkraína | 20. mars 2023

Segir Wagner-liða hafa náð meirihluta Bakhmút

Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, seg­ir að menn hans hafi náð yfirráðum á ríflega helmingi Bakhmút-borgar í austurhluta Úkraínu.

Segir Wagner-liða hafa náð meirihluta Bakhmút

Úkraína | 20. mars 2023

Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, árið 2017.
Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, árið 2017. AFP/Sergei Ilnitskí

Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, seg­ir að menn hans hafi náð yfirráðum á ríflega helmingi Bakhmút-borgar í austurhluta Úkraínu.

Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, seg­ir að menn hans hafi náð yfirráðum á ríflega helmingi Bakhmút-borgar í austurhluta Úkraínu.

„Í augnablikinu ráða Wagner-liðar um 70% af borginni Bakhmút en þeir halda áfram aðgerðum til þess að ljúka því að frelsa borgina,“ sagði Prígosjín í opnu bréfi til varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu.

Bréfið var birt á samfélagsmiðlum en Prígosjín reyndi í því að sannfæra Shoigu um að veita sér nauðsynlegan búnað til þess að verjast gagnárás Úkraínumanna sem hann sagði að von væri á í lok mars eða í apríl.

mbl.is