Eyðilögðu eldflaugar Rússa á Krímskaga

Úkraína | 21. mars 2023

Eyðilögðu eldflaugar Rússa á Krímskaga

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu greindi frá því í nótt að sprengingar á Norður-Krímskaga hafi leitt til þess að rússneskar eldflaugar sem verið var að flytja með lest hafi eyðilagst. 

Eyðilögðu eldflaugar Rússa á Krímskaga

Úkraína | 21. mars 2023

Úkraínumenn gerðu drónaárás á Krímskaga í gærkvöldi.
Úkraínumenn gerðu drónaárás á Krímskaga í gærkvöldi. AFP/Aris Messinis

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu greindi frá því í nótt að sprengingar á Norður-Krímskaga hafi leitt til þess að rússneskar eldflaugar sem verið var að flytja með lest hafi eyðilagst. 

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu greindi frá því í nótt að sprengingar á Norður-Krímskaga hafi leitt til þess að rússneskar eldflaugar sem verið var að flytja með lest hafi eyðilagst. 

BBC greinir frá því að drónaárásir hafi verið gerðar við borgina Dzhankoi. 

Úkraínumenn staðfestu að sprengingarnar en fóru ekki nánar út í hvað lá að baki þeim. Um er að ræða sjaldgæfar árásir Úkraínumanna á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu hann árið 2014. 

Í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins sagði að eldflaugar Rússar hafi verið á leið að Svartahafinu. 

Að sögn rússneskra yfirvalda á Krímskaga særðist 33 ára gömul kona í drónaárásunum. Þá kviknaði í nokkrum byggingum og skemmdir urðu á raforkukerfi. 

mbl.is