Forsætisráðherra Japans á leið til Úkraínu

Úkraína | 21. mars 2023

Forsætisráðherra Japans á leið til Úkraínu

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, er á leið til Úkraínu í óvænta heimsókn.

Forsætisráðherra Japans á leið til Úkraínu

Úkraína | 21. mars 2023

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans.
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. AFP/Yoshikazu Tsuno

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, er á leið til Úkraínu í óvænta heimsókn.

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, er á leið til Úkraínu í óvænta heimsókn.

Ríkismiðill Japan, NHK, greindi frá því að Kishida hafi sést í borginni Przemysel í Póllandi þaðan sem margir þjóðarleiðtogar hafi tekið lest til Úkraínu. 

Mikill þrýstingur hefur verið á að forsætisráðherrann að heimsækja Úkraínu þar sem hann er eini leiðtogi G7-ríkjanna sem hefur ekki farið til Kænugarðs eftir að stríðið hófst. Árlegur fundur ríkjanna verður haldinn í Japan.

Þá er Kishida fyrsti japanski forsætisráðherrann til þess að heimsækja stríðssvæði síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. 

Japan er á meðal þeirra ríkja sem hafa beitt Rússa refsiaðgerðum og stutt Úkraínumenn.

mbl.is