Íslenskt hótel á lista yfir flottustu hönnunarhótel heims

Gisting | 21. mars 2023

Íslenskt hótel á lista yfir flottustu hönnunarhótel heims

Nýlega birti hönnunartímaritið Elle Decoration lista yfir 10 flottustu hönnunarhótel síðustu tveggja áratuga. Á listanum er eitt íslenskt hótel, Ion Adventure, sem staðsett er á Nesjavöllum. 

Íslenskt hótel á lista yfir flottustu hönnunarhótel heims

Gisting | 21. mars 2023

Ion Adventure Hotel hefur hlotið mikla athygli, bæði hérlendis og …
Ion Adventure Hotel hefur hlotið mikla athygli, bæði hérlendis og erlendis. Ljósmynd/Booking.com

Nýlega birti hönnunartímaritið Elle Decoration lista yfir 10 flottustu hönnunarhótel síðustu tveggja áratuga. Á listanum er eitt íslenskt hótel, Ion Adventure, sem staðsett er á Nesjavöllum. 

Nýlega birti hönnunartímaritið Elle Decoration lista yfir 10 flottustu hönnunarhótel síðustu tveggja áratuga. Á listanum er eitt íslenskt hótel, Ion Adventure, sem staðsett er á Nesjavöllum. 

Ion Adventure hefur vakið þó nokkra athygli, bæði hér heima og erlendis. Það voru arkitektarnir Erla Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson sem sáu um hönnun hótelsins sem hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna.

„Hönnunarmeistaraverk“ við rætur Hengils

Í tímaritinu fær hótelið lof fyrir stórbrotna hönnun og einstakt umhverfi.

„Tveimur árum eftir að landið var sett á landakortið með öskuskýi Eyjafjallajökuls opnaði þetta hönnunarmeistaraverk í klukkutímafjarlægð frá Reykjavík.

Staðsett við rætur eldfjallsins Hengils – sem enn er virkt, sem eykur spennuna – rís einstakt form Ion Adventure upp úr grýttri hlíðinni, skýlir sundlaug fyrir neðan og býður upp á stórbrotið útsýni yfir hraunbreiðurnar.“

Stórbrotið útsýni frá sundlaug hótelsins.
Stórbrotið útsýni frá sundlaug hótelsins. Ljósmynd/Booking.com

Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hótelið fær umfjöllun erlendis, en árið 2021 var hótelið til umfjöllunar í þáttunum Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby sem breska ríkisútvarpið BBC framleiðir og sýnir á BBC Two. 

mbl.is