Setja tengslin við Rússland í forgang

Úkraína | 21. mars 2023

Setja tengslin við Rússland í forgang

Forseti Kína Xi Jinping, sem er nú staddur í Rússlandi, sagði í dag að Kínverjar myndu setja tengsl sín við Rússa í forgang og sagði ríkin tvö vera „stórkostleg nágrannaríki“. 

Setja tengslin við Rússland í forgang

Úkraína | 21. mars 2023

Forseti Kína Xi Jinping og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti funda aftur …
Forseti Kína Xi Jinping og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti funda aftur í dag. AFP/Sergei Karpukhin

Forseti Kína Xi Jinping, sem er nú staddur í Rússlandi, sagði í dag að Kínverjar myndu setja tengsl sín við Rússa í forgang og sagði ríkin tvö vera „stórkostleg nágrannaríki“. 

Forseti Kína Xi Jinping, sem er nú staddur í Rússlandi, sagði í dag að Kínverjar myndu setja tengsl sín við Rússa í forgang og sagði ríkin tvö vera „stórkostleg nágrannaríki“. 

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Xi ræddu saman í tæplega fimm klukkustundir í gær á óformlegum fundi. Kölluðu þeir hvorn annan „kæran vin“ og þá fylgdi Pútín Xi að bíl hans sem Rússlandsforseti gerir sjaldan. 

Á fundi forsetanna í dag er búist við að málefni Úkraínu verði aðalumræðuefnið. 

Þá bauð Xi Pútín til Kína síðar á þessu ári. Kín­verj­ar hafa haldið fram hlut­leysi sínu í Úkraínu­stríðinu en yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa sakað yf­ir­völd í Pek­ing um að vera að hug­leiða að senda vopn til Rúss­lands, en Kín­verj­ar hafa tekið fyr­ir þær ásak­an­ir.

Xi sagði að ríkisstjórn Kína myndi „halda áfram að forgangsraða alhliða samstarfi Kína og Rússlands“.

Á sama tíma og forseti Kína fundar með Pútín þá er Fumio Kis­hida, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, kominn til Úkraínu í óvænta heim­sókn. Líklegt þykir að hann muni funda með Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta.

mbl.is