Ólöf er nýr forseti FÍ

Framakonur | 22. mars 2023

Ólöf er nýr forseti FÍ

Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og kennari, var kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins hinn 16. mars síðastliðinn. Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. 

Ólöf er nýr forseti FÍ

Framakonur | 22. mars 2023

Ólöf Kristín Sívertsen er nýr forseti Ferðafélags Íslands.
Ólöf Kristín Sívertsen er nýr forseti Ferðafélags Íslands.

Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og kennari, var kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins hinn 16. mars síðastliðinn. Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. 

Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og kennari, var kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins hinn 16. mars síðastliðinn. Sigrún Valbergsdóttir er varaforseti FÍ. 

Salvör Nordal og Elín Björk Jónasdóttir voru kosnar nýjar í stjórn FÍ á aðalfundinum til næstu þriggja ára, ásamt Tómasi Guðbjartssyni sem var endurkjörinn til þriggja ára.

„Að leitað væri til mín um að gefa kost á mér í embætti forseta fannst mér mikill heiður – og eftir góða umhugsun ákvað ég að svara því kalli,“ segir Ólöf í tilkynningu á vef félagsins. Hún hefur á undanförnum árum tekið virkan þátt í starfi FÍ og meðal annars stýrt lýðheilsuverkefnum hjá félaginu.

Inntak þeirra hefur verið að hvetja fólk til fara í gönguferðir og kynnast landinu í góðum félagsskap. „Mér er mikið í mun að efla grasrótarstarfið, fá fjölskyldur og þá ekki síst börn og unglinga til að stunda útivist og hreyfingu. Þetta er afar skemmtilegt og gott, bæði fyrir líkama og sál.“

Starfsemi Ferðafélags Íslands er fjölbreytt og viðamikið og eru kjörsvið félagsins skálarekstur, ferðir, ´´utgáfa og fræðslumál. Félagið hefur í auknum mæli sl. 10 ár sinnt viðamiklu lýðheilsustarfi með fjölbreyttu framboði af ferðum og verkefnum við allra hæfi. Þá nær starf félagsins allt frá börnum og ungmennum í starfi Ferðafélags barnanna og yfir í ferðir fyrir eldri og heldri félaga. Félagið stendur fyrir hundruðum skipulagðra göngu- og útivistarferða fyrir alla aldurshópa á ári hverju, á fjallaskála víða um land og stendur að útgáfu vandaðra rita um náttúru landsins. Ferðaáætlun félagsins kom út í byrjun árs og er aðgengileg á heimasíðu félagsins.

Árbók félagsins 2023, um Flóann, er nú í prentsmiðju og er væntanleg úr prentun í annarri viku apríl.
Þá kemur einnig út nýtt gönguleiðarit á vordögum, Hornafjarðarfjöll.

Á aðalfundinum voru kynnt áform félagsins um endurbyggingu Skagfjörðsskála í Langadal sem áætlað er að hefjist á haustdögum 2023.

mbl.is