Rósa Björk opnar hótel í anda Jónínu Ben

Sólarlandaferðir | 22. mars 2023

Rósa Björk opnar hótel í anda Jónínu Ben

Rósa Björk Hauksdóttir ætlar að skella sér á vit ævintýranna í byrjun apríl og opna hótel á spænsku eyjunni Gran Canaria. Fjölmargir Íslendingar heimsækja eyjuna árlega og má því segja að Íslendingar séu að eignast nýjan griðastað. 

Rósa Björk opnar hótel í anda Jónínu Ben

Sólarlandaferðir | 22. mars 2023

Masai Mara Resort á Gran Canaria og Rósa Björk Hauksdóttir, …
Masai Mara Resort á Gran Canaria og Rósa Björk Hauksdóttir, eigandi og framkvæmdastýra. Samsett mynd

Rósa Björk Hauksdóttir ætlar að skella sér á vit ævintýranna í byrjun apríl og opna hótel á spænsku eyjunni Gran Canaria. Fjölmargir Íslendingar heimsækja eyjuna árlega og má því segja að Íslendingar séu að eignast nýjan griðastað. 

Rósa Björk Hauksdóttir ætlar að skella sér á vit ævintýranna í byrjun apríl og opna hótel á spænsku eyjunni Gran Canaria. Fjölmargir Íslendingar heimsækja eyjuna árlega og má því segja að Íslendingar séu að eignast nýjan griðastað. 

Rósa er fædd og uppalin í Reykjavík, snyrtifræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1996. Hún er einnig miðill og heilari hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands. Þar aðstoðar hún fólk í að heila sig með mataræði.

Rósa hefur ávallt verið áhugasöm um ferðalög og hefur ferðast reglulega til Gran Canaria þar sem hún á íbúð og þykir henni alltaf gott að komast í kyrrðina. „Mér finnst ég alltaf vera að lenda á paradísareyju þar sem veðrið er alltaf gott,“ segir Rósa og hlær. 

Masai Mara Resort.
Masai Mara Resort. Ljósmynd/Rósa Björk Hauksdóttir

Detox-ferðir í anda Jónínu Ben

Rósa mun opna dyrnar á hótelinu þann 5. apríl næstkomandi þar sem hún mun bjóða upp á dextox-heilsumeðferðir í anda Jónínu Ben heitinnar ásamt fleiru. „Mig hefur alltaf langað að hjálpa fólki svo lengi og ég er búin að hugsa í mörg ár hvernig ég gæti farið að því að gera þetta á minn hátt.“

„Ég vann líka með Jónínu Ben í detox-inu hennar og átti að taka við af henni. Síðan lést hún og þá tók ég við og hef verið að fara reglulega til Póllands eins og Jónína gerði á sínum tíma. Ég hef aldrei verið fullkomlega sátt við hvernig þeir gera hlutina. Mig langar því að gera þetta mjög vel og með læknandi matarræði. Ég fann þetta hótel og ætla að vera með þetta blandað, detox-ferðir, andlegar ferðir og almennar hótelgistingar, semsagt vonandi eitthvað fyrir alla,“ segir Rósa. 

Horft yfir appelsínuhéraðið.
Horft yfir appelsínuhéraðið. Ljósmynd/Rósa Björk Hauksdóttir

Leitin hófst fyrir heimsfaraldur

Rósa byrjaði að leita að hentugu húsnæði fyrir hótelið rétt áður en kórónuveiran setti allt á aðra hliðina og setti hún plönin í biðstöðu á meðan faraldurinn gekk yfir. En um leið og hún gat byrjaði hún á ný að leita. 

„Ég er búin að vera að leita að staðsetningu og búin að vera að skoða síðan fyrir Covid en svo kom auðvitað smá pása vegna þess. Ég hef aldrei fundið alveg rétta staðinn. Ég hef fundið nokkur húsnæði sem ég hefði þurft að taka algjörlega í gegn en þegar ég fann þetta húsnæði þá vissi ég að það myndi henta fullkomlega fyrir það sem ég vil gera.“

Falinn demantur rétt hjá Fataga

Masai Mara Resort í fjallshlíðum Fataga.
Masai Mara Resort í fjallshlíðum Fataga. Ljósmynd/Rósa Björk Hauksdóttir

Hótelið er staðsett í fjallshlíð rétt hjá Fataga sem er mjög vinsæll dagsferðarstaður fyrir orlofsgesti sem dvelja á strandhéruðum Gran Canaria.

Það er í miðju appelsínuhéraði „það eru appelsínur út um allt,“ segir Rósa og er því ólíklegt að gesti og gangandi muni skorta d-vítamín enda hlýtt og sólríkt alla daga og appelsínur á hverju strái. 

„Þegar ég er uppi í fjöllunum þá vil ég bara vera með náttúrunni, finna kraftinn frá náttúrunni, mér finnst það alveg stórkostlegt. Kyrrðin þarna er, það er eins og maður sé einn með náttúrunni. Ég fór einu sinni til Tælands og þetta minnir mig svolítið á stemninguna sem ég upplifði þar.“ 

„Elska að ganga í flæðarmálinu“

Sem andlega þenkjandi einstaklingur er Rósa dugleg að njóta sín í núinu. Þegar hún er á Gran Canaria finnst henni fátt betri en að sitja á góðu kaffihúsi eða borða góðan mat.

„Það er svo gott að vera hér í hitanum. Sitja á góðu kaffihúsi og njóta hitans eða borða góðan mat. Það er rosalega gott úrval af grænmeti og ávöxtum hérna. Best er þó að ganga um, ég elska líka að ganga við sjóinn og ganga í flæðarmálinu, það er dásamlegt.“

mbl.is