Selenskí heimsótti Bakhmút

Úkraína | 22. mars 2023

Selenskí heimsótti Bakhmút

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heimsótti herstöðvar við Bak­hmút-borg­ í Austur-Úkraínu í morgun. 

Selenskí heimsótti Bakhmút

Úkraína | 22. mars 2023

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heimsótti herstöðvar við Bak­hmút-borg­ í Austur-Úkraínu í …
Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heimsótti herstöðvar við Bak­hmút-borg­ í Austur-Úkraínu í morgun. Ljósmynd/Úkraínska forsetaembættið

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heimsótti herstöðvar við Bak­hmút-borg­ í Austur-Úkraínu í morgun. 

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heimsótti herstöðvar við Bak­hmút-borg­ í Austur-Úkraínu í morgun. 

Orr­ust­an um Bak­hmút hef­ur nú staðið yfir í rúma sjö mánuði og telja vest­ræn­ir sér­fræðing­ar að um 20 til 30 þúsund rúss­nesk­ir her­menn hafi látið lífið eða særst við Bak­hmút. 

„Það er heiður að vera hér í dag að heiðra hetjurnar okkar. Að taka í hendur þeirra og þakka þeim fyrir að vernda fullveldi okkar,“ sagði Selenskí á samfélagsmiðlum. 

Jev­gení Prígosjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, sagði fyrr í vikunni að sveitin hefði nú yfirráð yfir um 70% borgarinnar. 

Forsetinn tók sjálfur með hermönnum.
Forsetinn tók sjálfur með hermönnum. Ljósmynd/Úkraínska forsetaembættið
mbl.is