Aldamótabeltin með óvænta endurkomu

Fatastíllinn | 23. mars 2023

Aldamótabeltin með óvænta endurkomu

Tískan virðist alltaf fara í hringi, sama hversu sannfærð við erum um að ákveðin tískutrend komi aldrei aftur. Upp á síðkastið hefur aldamótatískan, eða Y2K-tískan, hægt og rólega verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum.

Aldamótabeltin með óvænta endurkomu

Fatastíllinn | 23. mars 2023

Belti með sylgju virðast vera það allra heitasta þessa dagana.
Belti með sylgju virðast vera það allra heitasta þessa dagana. Samsett mynd

Tískan virðist alltaf fara í hringi, sama hversu sannfærð við erum um að ákveðin tískutrend komi aldrei aftur. Upp á síðkastið hefur aldamótatískan, eða Y2K-tískan, hægt og rólega verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum.

Tískan virðist alltaf fara í hringi, sama hversu sannfærð við erum um að ákveðin tískutrend komi aldrei aftur. Upp á síðkastið hefur aldamótatískan, eða Y2K-tískan, hægt og rólega verið að ryðja sér til rúms í tískuheiminum.

Það allra heitasta þessa dagana eru hin eftirminnilegu belti með sylgju sem stjörnur á borð við Beyoncé, Britney Spears og Paris Hilton skörtuðu eftir aldamótin 2000.

Glöggir lesendur Smartlands hafa eflaust komið auga á slík belti síðustu vikur þar sem nokkrir íslenskir áhrifavaldar hafa tekið ástfóstri við beltin. Þau eru gjarnan í breiðari kantinum, með stórri sylgju – og það þykir ekki verra ef merki tískuhússins er á sylgjunni. 

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir með Diesel-belti.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir með Diesel-belti. Skjáskot/Instagram

Framúrstefnuleg hversdagstíska

Eftir aldamótin 2000 var tískan undir miklum áhrifum frá tækninni. Nálgunin þótti framúrstefnuleg þar sem málmur, glans, ólar og sylgjur urðu vinsælli. Hversdagstíska kvenna samanstóð gjarnan af stórum sólgleraugum, litlum töskum, stórum eyrnalokkum, buxum með lágum buxnastreng og maga- og túbubolum. 

Poppmenningin kom Y2K-tískunni án efa á kortið, en unglingapoppstjörnur eins og Britney Spears og Christina Aguilera höfðu mikil áhrif á tískustraumana. Belti voru ekki sjaldgæf sjón á rauða dreglinum á þessum tíma þar sem hver stjarnan á eftir annarri skartaði belti.

Þá voru beltin annað hvort afar þunn með glitrandi skrauti, eða í breiðari kantinum og helst með svo stórri sylgju að hægt væri að sjá hana úr geimnum. Beltið var iðulega parað við lágar buxur eða pils og magabol. 

Christina Aguilera á MTV-hátíðinni árið 2002.
Christina Aguilera á MTV-hátíðinni árið 2002. AFP

Gefa mikinn karakter

Eftir nokkur ár af minimalískum klæðnaði og nokkra mánuði af Barbí-æðinu virðist Y2K-tískan vera að ryðja sér rúms smátt og smátt, en hinar og þessar flíkur og fylgihlutir eru að skjóta upp kollinum og gera allt vitlaust. 

Slík belti geta verið góð leið til að halda í smá aldamótastemningu en það er auðvelt að dress þau upp og niður. Þá gefa beltin hvaða dressi sem er mikinn karakter. 

mbl.is