Dýrustu þættir heims teknir upp á Tenerife

Tenerife | 24. mars 2023

Dýrustu þættir heims teknir upp á Tenerife

Tökur á annarri þáttaröð Rings of Power fara nú fram á sólareyjunni Tenerife. Fyrsta þáttaröðin var sú dýrasta sem framleidd hefur verið í heimi en þættirnir fjalla um for­sögu æv­in­týra J.R.R. Tolkien Hobbit­an­um og Hringa­drótt­ins­sögu.

Dýrustu þættir heims teknir upp á Tenerife

Tenerife | 24. mars 2023

Tökur á Rings of Power fara nú fram á Tenerife.
Tökur á Rings of Power fara nú fram á Tenerife.

Tökur á annarri þáttaröð Rings of Power fara nú fram á sólareyjunni Tenerife. Fyrsta þáttaröðin var sú dýrasta sem framleidd hefur verið í heimi en þættirnir fjalla um for­sögu æv­in­týra J.R.R. Tolkien Hobbit­an­um og Hringa­drótt­ins­sögu.

Tökur á annarri þáttaröð Rings of Power fara nú fram á sólareyjunni Tenerife. Fyrsta þáttaröðin var sú dýrasta sem framleidd hefur verið í heimi en þættirnir fjalla um for­sögu æv­in­týra J.R.R. Tolkien Hobbit­an­um og Hringa­drótt­ins­sögu.

Tökurnar fara meðal annars fram í bænum Juan de la Rambla á norðurströnd Tenerife. 

Amazon framleiðir þættina, en fyrsta serían var að mestu tekin upp í Bretlandi. Búist er við því að önnur sería verði líka tekin upp að hluta til í Bretlandi. 

Wall Street Journal greindi frá því á síðasta ári að fyrsta sería Rings of Power kostaði að minnsta kosti 715 milljónir bandaríkjadala í framleiðslu. 

Í vikunni var greint frá því að leikararnir Ciarán Hinds, Rory Kinnear og Tanya Moodie myndu bætast við leikarahóp þáttanna. Með hlutverk í þáttunum fara líka Oliver Alvin-Wilson, Stuart Bowman, Gavi Singh Chera, William Chubb, Kevin Eldon, Will Keen, Selina Lo, Calam Lynch, Gabriel Akuwudike, Yasen Atour, Ben Daniels, Amelia Kenworthy, Nia Towle og Nicholas Woodeson

mbl.is