Mun þrýsta á leiguverðið

Húsnæðismarkaðurinn | 24. mars 2023

Mun þrýsta á leiguverðið

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir líklegt að síðasta vaxtahækkun Seðlabankans kæli íbúðamarkaðinn enn frekar og dragi bæði úr nýframkvæmdum og sölu. Því sé ekki ólíklegt að það muni skapast spenna á markaðnum þegar vextir lækka á ný.

Mun þrýsta á leiguverðið

Húsnæðismarkaðurinn | 24. mars 2023

Hækkanir á stýrivöxtum hafa hægt á uppbyggingu á fasteignamarkaði. Hér …
Hækkanir á stýrivöxtum hafa hægt á uppbyggingu á fasteignamarkaði. Hér rísa eignir við Ánanaust. mbl.is/Árni Sæberg

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir líklegt að síðasta vaxtahækkun Seðlabankans kæli íbúðamarkaðinn enn frekar og dragi bæði úr nýframkvæmdum og sölu. Því sé ekki ólíklegt að það muni skapast spenna á markaðnum þegar vextir lækka á ný.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir líklegt að síðasta vaxtahækkun Seðlabankans kæli íbúðamarkaðinn enn frekar og dragi bæði úr nýframkvæmdum og sölu. Því sé ekki ólíklegt að það muni skapast spenna á markaðnum þegar vextir lækka á ný.

Vignir Steinþór Halldórsson, eigandi byggingarfélagsins Öxa, segir vaxtahækkanirnar hafa haft veruleg áhrif á íbúðamarkaðinn.

„Við sjáum hvað er að gerast á leigumarkaði. Hann er að springa út. Fyrstu kaupendur hættu að standast greiðslumat, enda eru kröfurnar orðnar svo stífar, og eiga því margir ekki um annað að velja en að leigja eða flytja aftur í foreldrahús. Svo þegar vextirnir lækka mun þetta ­springa í andlitið á okkur og eftirspurnin aftur verða umfram framboð.“

Umskipti í umræðunni

Þessi sjónarmið vitna um breytt viðhorf á markaði. Síðasta sumar var mikið rætt um skort á íbúðum en nú er raunverð íbúða byrjað að lækka. Á hinn bóginn hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað.

Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS, telur að hækkandi greiðslubyrði lána auki eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Greiðslubyrði af 40 milljóna króna óverðtryggðu íbúðaláni til 40 ára muni hafa hækkað úr tæplega 151 þúsund í apríl 2021 í tæplega 305 þúsund, ef síðasta vaxtahækkun skilar sér í vöxtum bankanna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is