Úkraínumenn kalla eftir neyðarfundi Öryggisráðsins

Úkraína | 26. mars 2023

Úkraínumenn kalla eftir neyðarfundi Öryggisráðsins

Úkraínsk yfirvöld hafa óskað eftir neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ljósi þess að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands. 

Úkraínumenn kalla eftir neyðarfundi Öryggisráðsins

Úkraína | 26. mars 2023

Ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna er staðsett í New York.
Ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna er staðsett í New York. AFP/Ed Jones

Úkraínsk yfirvöld hafa óskað eftir neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ljósi þess að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands. 

Úkraínsk yfirvöld hafa óskað eftir neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ljósi þess að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst láta flytja kjarna­vopn vest­ur yfir landa­mær­in til Hvíta-Rúss­lands. 

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Úkraínu sagði að Úkraínumenn geri ráð fyrir „viðeigandi aðgerðum“ Breta, Kínverja, Bandaríkjamanna og Frakka við „kjarnorkukúgun“ rússneskra yfirvalda. 

Því óska úkraínsk stjórnvöld eftir neyðarfundi öryggisráðsins til þess að ræða mögulegar aðgerðir. 

Oleksí Dani­lov, ráðherra þjóðarör­ygg­is- og varn­ar­mála í Úkraínu, tísti í morgun að Rússar haldi „Hvíta-Rúss­landi í kjarn­orkugísl­ingu“. 

mbl.is