Allt klárt nema launaliðurinn

Kjaraviðræður | 27. mars 2023

Allt klárt nema launaliðurinn

Kjaraviðræður á opinbera markaðinum snúast nú að mestu um launaliðinn, að sögn Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. Samninganefndir heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum funduðu alla helgina í húsnæði ríkissáttasemjara og lauk fundahöldum í gærkvöldi.

Allt klárt nema launaliðurinn

Kjaraviðræður | 27. mars 2023

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna.
Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna. mbl.is/Árni Sæberg

Kjaraviðræður á opinbera markaðinum snúast nú að mestu um launaliðinn, að sögn Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. Samninganefndir heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum funduðu alla helgina í húsnæði ríkissáttasemjara og lauk fundahöldum í gærkvöldi.

Kjaraviðræður á opinbera markaðinum snúast nú að mestu um launaliðinn, að sögn Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. Samninganefndir heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum funduðu alla helgina í húsnæði ríkissáttasemjara og lauk fundahöldum í gærkvöldi.

„Allt annað er í raun og veru klárt,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Fundað var sleitulaust um helgina að sögn Friðriks.

Mánaðamótin nálgast og samningar renna á enda

„Viðræður hafa haldið áfram og við erum öll mjög meðvituð um að mánaðamót nálgast hratt og örugglega. Samningar renna út á föstudaginn næstkomandi, þann 31. mars.

„Þetta snýst fyrst og fremst um launaliðinn núna,“ segir Friðrik og bætir við að það sé jafnframt yfirleitt erfiðasti hjallinn. Spurður hvort mikil verðbólga spili inn í viðræðurnar segir hann: „Já, að sjálfsögðu. Þetta er ekki létt verk.“

mbl.is