Ungverjar samþykkja aðildarumsókn Finna

Úkraína | 27. mars 2023

Ungverjar samþykkja aðildarumsókn Finna

Ungverska þingið hefur samþykkt aðildarumsókn Finnlands í Atlantshafsbandalagið, NATO, eftir margra mánaða tafir.

Ungverjar samþykkja aðildarumsókn Finna

Úkraína | 27. mars 2023

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, greiðir atkvæði á þinginu.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, greiðir atkvæði á þinginu. AFP/Attila Kisbenedek

Ungverska þingið hefur samþykkt aðildarumsókn Finnlands í Atlantshafsbandalagið, NATO, eftir margra mánaða tafir.

Ungverska þingið hefur samþykkt aðildarumsókn Finnlands í Atlantshafsbandalagið, NATO, eftir margra mánaða tafir.

Mikill meirihluti þingmanna, eða 182 á móti 6, samþykkti aðildina.

Fidesz, hægriflokkur forsætisráðherra Ungverjalands, Victors Orban, er í miklum meirihluta á þinginu.

Tyrkland er núna eina NATO-ríkið sem á eftir að samþykkja aðild Finnlands að bandalaginu. Fullgilding ríkja í NATO krefst einróma samþykkis allra 30 aðildarríkjanna.

Ungverska þingið.
Ungverska þingið. AFP/Attila Kisbenedek

Sænska þingið samþykkti í síðustu viku að landið myndi ganga í NATO. Ungverjaland og Tyrkland eiga enn eftir að samþykkja aðild þeirra.

Victor Orban sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á dögunum að Ungverjar muni ekki standa í vegi fyrir inngöngu Svía í Nato. Að sögn Kristersson telur Orban þó ekki þörf á samþykkinu fyrr en Tyrkir geri slíkt hið sama.

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti til­kynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi biðja þingið um að greiða at­kvæði um aðild Finn­lands að NATO en Er­dog­an hef­ur lengi staðið í vegi fyr­ir því að Finn­land fái inn­göngu í banda­lagið. Hann kveðst enn ekki vera til­bú­inn að heim­ila inn­göngu Svíþjóðar.

mbl.is