Fékk tveggja ára dóm en flúði úr stofufangelsi

Úkraína | 28. mars 2023

Fékk tveggja ára dóm en flúði úr stofufangelsi

Rússneskur dómstóll hefur dæmt einstæðan föður í tveggja ára fangelsi vegna ummæla hans um hernað Rússa í Úkraínu. Hann var aftur á móti ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp því hann flúði stofufangelsið sem hann hafði verið dæmdur í og hefur ekki fundist.

Fékk tveggja ára dóm en flúði úr stofufangelsi

Úkraína | 28. mars 2023

Alexei Moskalev í stofufangelsinu 23. mars.
Alexei Moskalev í stofufangelsinu 23. mars. AFP/Natalia Kolesnikova

Rússneskur dómstóll hefur dæmt einstæðan föður í tveggja ára fangelsi vegna ummæla hans um hernað Rússa í Úkraínu. Hann var aftur á móti ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp því hann flúði stofufangelsið sem hann hafði verið dæmdur í og hefur ekki fundist.

Rússneskur dómstóll hefur dæmt einstæðan föður í tveggja ára fangelsi vegna ummæla hans um hernað Rússa í Úkraínu. Hann var aftur á móti ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp því hann flúði stofufangelsið sem hann hafði verið dæmdur í og hefur ekki fundist.

Alexei Moskalev, 54 ára, var fundinn sekur um að hafa gert lítið úr rússneska hernum á samfélagsmiðlum.

Lögreglan hóf í fyrravor rannsókn á teikningu 12 ára dóttur hans, Mösju Moskalevu, eftir að stjórnendur grunnskóla hennar tilkynntu til lögreglu um teikningu barnsins sem beindist gegn stríðinu í Úkraínu.

Alexei Moskalev.
Alexei Moskalev. AFP/Natalia Kolesnikova

Samfélagsmiðlar Moskalev voru í kjölfarið rannsakaðir og var honum sagt að uppheldi dóttur hans væri ábótavant. Hann var sektaður um rúmar 57 þúsund krónur og úrskurðaður í stofufangelsi.

„Dómurinn var lesinn upp í fjarveru sakborningsins vegna þess að hann hvarf og mætti ekki í dómsalinn,“ sagði Elena Mikhailovskaya, talskona dómstólsins, í bænum Yefremov, suður af Moskvu.

mbl.is