Aðhald og skattahækkanir

Fjármálaáætlun 2023 | 29. mars 2023

Aðhald og skattahækkanir

„Við þurfum að sýna að við getum náð aftur endum saman og stöðvað skuldasöfnun ríkissjóðs,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við upphaf kynningar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 – 2028. Aðhald og hagræðing í ríkisrekstri, tímabundinn viðbótartekjuskattur á lögaðila í eitt ár og frestun framkvæmda sem ekki eru hafnar er meðal þess sem nú stendur fyrir dyrum. Stærsta breytingin snýr þó að ökutækjum og eldsneyti, sagði ráðherra.

Aðhald og skattahækkanir

Fjármálaáætlun 2023 | 29. mars 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á fundinum.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum að sýna að við getum náð aftur endum saman og stöðvað skuldasöfnun ríkissjóðs,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við upphaf kynningar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 – 2028. Aðhald og hagræðing í ríkisrekstri, tímabundinn viðbótartekjuskattur á lögaðila í eitt ár og frestun framkvæmda sem ekki eru hafnar er meðal þess sem nú stendur fyrir dyrum. Stærsta breytingin snýr þó að ökutækjum og eldsneyti, sagði ráðherra.

„Við þurfum að sýna að við getum náð aftur endum saman og stöðvað skuldasöfnun ríkissjóðs,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við upphaf kynningar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 – 2028. Aðhald og hagræðing í ríkisrekstri, tímabundinn viðbótartekjuskattur á lögaðila í eitt ár og frestun framkvæmda sem ekki eru hafnar er meðal þess sem nú stendur fyrir dyrum. Stærsta breytingin snýr þó að ökutækjum og eldsneyti, sagði ráðherra.

„Varðandi afkomu ríkissjóðs hefur hún verið að batna og við gerðum grein fyrir því nú fyrir skömmu að á yfirstandandi ári yrði afkoman mun betri á frumjöfnuði en fjárlög gerðu ráð fyrir, þar munar mjög stórum fjárhæðum, fjárlög gerðu ráð fyrir 50 milljarða halla en nú sjáum við fram á að frumjöfnuður á árinu fari upp í um 20 milljarða afgang sem er verulegur afkomubati,“ sagði Bjarni.

Halda áfram að veita skjól

Hann sagði verðbólguvæntingar annarra Evrópulanda inn í framtíðina lægri en á Íslandi og það þyrfti að breytast. Auka þyrfti almennt aðhald í kerfinu og ná með því fimm milljarða sparnaði auk þess að draga úr fyrirferð ríkisins á meðan verðbólgan geisar.

„Við viljum halda áfram að veita skjól og vernda þá sem verða fyrir mestum áhrifum af verðbólgunni, en mín skilaboð eru líka þau að eftir þennan mikla kaupmáttarvöxt er rétt núna að leggja áherslu á að vernda kaupmáttinn umfram til skamms tíma að reyna að sækja mikið meira. Það eru ekki merki um að nú sé hægt að sækja mikið meira við þessar aðstæður,“ hélt ráðherra áfram.

Dregið verður úr endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna endurbóta á eigin húsnæði á þessu ári. Rétt væri að senda skilaboð um að æskilegt væri að hægja á þessum vélum. Aðgerðin drægi úr útstreymi frá ríkissjóði en fylgst yrði með hvernig úr spilaðist og breytingar þá gerðar til samræmis við það væri ástæða til.

Stuðningur við græn ökutæki til umhverfisráðuneytis

„Við þurfum að auka aðhaldið. Við erum að auka aðhaldið á allt nema heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og löggæslu þar sem engin sérstök aðhaldskrafa verður gerð, en almennt aðhald í kerfinu hjá okkur verður aukið og við setjum viðbótaraðhaldskröfu á aðalskrifstofur ráðuneytanna og væntum þess að ná með því um fimm milljarða sparnaði,“ sagði Bjarni af fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum.

„Við erum að ræða um að á næsta ári gildi viðbótartekjuskattur á lögaðila upp á eitt prósent til eins árs. Við erum að horfa til þess að á áætlunartímabilinu komi inn auknar tekjur af ferðaþjónustu strax frá næstu áramótum. Meðal annars verður í fyrsta skipti skattlagning á skemmtiferðaskip sem kemur inn sem skattur sem mætti líkja við gistináttagjaldið sem áform eru um að taki aftur gildi.

[...]

Síðan stendur yfir endurskoðun á ýmsu sem snýr að stjórn fiskveiða og sjávarútveginum í heild sinni, þar með talið veiðigjaldinu og við gerum ráð fyrir því að á áætlunartímabilinu geti það skilað sér í auknum tekjum til ríkissjóðs,“ sagði Bjarni áður en hann vék að stærstu breytingunni sem gildi tæki næstu áramót.

„[Það er] hins vegar sú sem snýr að ökutækjum og eldsneyti og við höfum þegar rætt um. Við erum að gera töluvert miklar breytingar almennt í því kerfi, færa stuðning við græn og vistvæn ökutæki yfir til umhverfisráðuneytisins þar sem við höfum fram til þessa verið að leggja áherslu á niðurfellingu vörugjalda eða miklar endurgreiðslur í virðisaukaskatti vegna kaupa á slíkum bifreiðum. Nú erum við að taka þetta úr tekjuhlið ríkisfjármálanna og færa yfir til umhverfisráðuneytisins þar sem slíkur stuðningur verður meira í formi styrkja og nánar verður fjallað um útfærsluna á þessu þegar líður á árið.“

Sigurður Ingi tekur til máls á fundinum.
Sigurður Ingi tekur til máls á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við ætlum að slá niður verðbólguna“

Ráðherra sagði hagkerfið hafa farið gegnum mikla dýfu í heimsfaraldrinum þótt landsframleiðsla hefði náð sér á strik á þeim tíma sem liðinn væri frá faraldrinum. Afkoma hefði batnað hratt síðan og tekjuhliðin tekið meira til sín vegna umsvifa í hagkerfinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku stuttlega til máls á undan fjármálaráðherra og kvað Katrín það forgangsmál að hemja þenslu og ná tökum á verðbólgunni. Hvatti forsætisráðherra almenning til að hyggja að sparnaði væri þess nokkur kostur.

Boðaði hún því næst meðal annars tímabundinn viðbótartekjuskatt á lögaðila. „Við vonumst til þess að með þessari tekjuöflun geti atvinnulífið tekið þátt í baráttunni,“ sagði ráðherra. Ýmsar framkvæmdir fengju að bíða og hagræðing í ríkisrekstri væri á næsta leiti. „Við munum áfram standa vörð um tekjur launalægstu hópanna [...] Við ætlum að slá niður verðbólguna,“ sagði forsætisráðherra.

„Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sýnir þá stefnu ríkisstjórnarinnar að beita ríkisfjármálunum með markvissum hætti til að sporna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta með auknu aðhaldi, tekjuöflun og frestun framkvæmda,“ segir í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar af fjármálaáætluninni.

Staðinn verði vörður um mikilvæga grunnþjónustu sem ríkisstjórnin hafi eflt með verulegum hætti undanfarin ár á grundvelli sterkrar stöðu ríkissjóðs. Þá sé gert ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs verði 74 milljörðum króna betri í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum en afgangur á frumjöfnuði væri mikilvægur áfangi í að stöðva hækkun skuldahlutfallsins.

Fréttatilkynninguna má annars lesa hér fyrir neðan.

Fréttatilkynning Stjórnarráðsins um fjármálaáætlunina

mbl.is