Bankamenn sakfelldir fyrir að aðstoða vin Pútíns

Rússland | 30. mars 2023

Bankamenn sakfelldir fyrir að aðstoða vin Pútíns

Fjórir bankastarfsmenn hafa verið sakfelldir fyrir að heimila vini Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að leggja inn háar fjárhæðir inn á reikninga í svissneskum bönkum án þess að hafa framkvæmt nauðsynlega áreiðanleikakönnun.

Bankamenn sakfelldir fyrir að aðstoða vin Pútíns

Rússland | 30. mars 2023

Roldugin er náinn vinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Roldugin er náinn vinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. AFP

Fjórir bankastarfsmenn hafa verið sakfelldir fyrir að heimila vini Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að leggja inn háar fjárhæðir inn á reikninga í svissneskum bönkum án þess að hafa framkvæmt nauðsynlega áreiðanleikakönnun.

Fjórir bankastarfsmenn hafa verið sakfelldir fyrir að heimila vini Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að leggja inn háar fjárhæðir inn á reikninga í svissneskum bönkum án þess að hafa framkvæmt nauðsynlega áreiðanleikakönnun.

Um er að ræða fjóra hátt setta starfsmenn í svissneska útibúi rússneska bankans Gazprombank. Þeir hafa hlotið háar fjársektir fyrir að hafa aðstoðað tónlistarmanninn Sergei Roldugin, sem hefur verið kallaður „seðlaveski Pútíns“. 

Roldugin er sagður hafa lagt um það bil 30 milljónir dala, sem samsvarar um fjórum milljörðum kr., inn á reikningana á árunum 2014 til 2016. Hann gaf engar trúverðugar skýringar á því hvaðan féð átti sinn uppruna, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins. 

Samkvæmt svissneskum lögum verða bankar að hafna eða loka reikningum séu efasemdir uppi varðandi reikningseigandann eða það hvaðan fjármunirnir koma. Roldugin, sem er sellóleikari, er guðfaðir elstu dóttur Pútíns, sem heitir María. Pútín hefur m.a. heiðrað Roldugin með orðuveitingu rússneska ríkisins. 

Fram kemur í umfjöllun breska útvarpsins, að einn bankastarfsmannanna sé frá Sviss á meðan hinir þrír eru rússneskir. Samanlögð sekt á hendur þeim hljóðar upp á 741.000 svissneskra franka, sem samsvarar um 9,8 milljónum kr. 

Fjórmenningarnir hafa ákveðið að áfrýja málinu. 

mbl.is