Þórdís útilokar engin úrræði

Úkraína | 30. mars 2023

Þórdís útilokar engin úrræði

„Þrátt fyrir hina hörmulegu framgöngu Rússa hefur ekkert ríki annað en Úkraína slitið stjórnmálasambandi við Rússland eða lokað sendiráði sínu. Við metum stöðugt til hvaða ráðstafana skuli grípa til að mótmæla árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu og hvernig samskiptum okkar sé háttað og eru engin úrræði útilokuð í þeim efnum.“

Þórdís útilokar engin úrræði

Úkraína | 30. mars 2023

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þrátt fyrir hina hörmulegu framgöngu Rússa hefur ekkert ríki annað en Úkraína slitið stjórnmálasambandi við Rússland eða lokað sendiráði sínu. Við metum stöðugt til hvaða ráðstafana skuli grípa til að mótmæla árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu og hvernig samskiptum okkar sé háttað og eru engin úrræði útilokuð í þeim efnum.“

„Þrátt fyrir hina hörmulegu framgöngu Rússa hefur ekkert ríki annað en Úkraína slitið stjórnmálasambandi við Rússland eða lokað sendiráði sínu. Við metum stöðugt til hvaða ráðstafana skuli grípa til að mótmæla árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu og hvernig samskiptum okkar sé háttað og eru engin úrræði útilokuð í þeim efnum.“

Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið er hvatning Björns Bjarnasonar um að sendiherra Rússa á Íslandi yrði vísað úr landi.

„Framganga sendiherra Rússlands í opinberri umræðu á Íslandi hefur auðvitað vakið athygli og furðu. Það er talsvert til í þeirri ábendingu Björns Bjarnasonar að ekki ríki gagnkvæmni í samskiptum Íslands og Rússlands að því leyti að sendiherra Íslands í Moskvu hefur ekki sama svigrúm til aðkomu að þjóðfélagsumræðunni þar," segir Þórdís. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is