Vinnumarkaðurinn akkilesarhæll Íslands

Kjaraviðræður | 30. mars 2023

Vinnumarkaðurinn akkilesarhæll Íslands

Alþýðusamband Ísland (ASÍ) hefur veikst. Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin styrkist þar sem ekki verður hægt að ná tökum á verðbólgunni með henni sundraðri.

Vinnumarkaðurinn akkilesarhæll Íslands

Kjaraviðræður | 30. mars 2023

Ásgeir Jónsson byrjaði starfsferil sinni hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún.
Ásgeir Jónsson byrjaði starfsferil sinni hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Ísland (ASÍ) hefur veikst. Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin styrkist þar sem ekki verður hægt að ná tökum á verðbólgunni með henni sundraðri.

Alþýðusamband Ísland (ASÍ) hefur veikst. Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin styrkist þar sem ekki verður hægt að ná tökum á verðbólgunni með henni sundraðri.

Þetta kom fram í ræðu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á 62. ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var í Hörpu klukkan fjögur í dag.

Tvístruð verkalýðshreyfing týni sér

„Ég verð að viðurkenna að ég hef haft áhyggjur af þróun vinnumarkaðsins að undanförnu. Ég óttast að þar sé akkilesarhæll Íslands í baráttunni gegn verðbólgu nú. Alþýðusamband Íslands hefur veikst verulega og hefur ekki enn lengur samningsumboð fyrir hinn almenna markað. Það er skaði. Sátt á vinnumarkaði getur aðeins falist í því að allir sitji við sama borð þegar samið er.

Við þurfum sterkt Alþýðusamband sem samningsaðila til þess að standa vörð um stöðugt verðlag og vaxandi kaupmátt með viðsemjendum sínum. Við þurfum einnig sterkt Alþýðusamband sem þorir að taka ábyrgð og hugsa um heildarhagsmuni. Hætt er við að tvístruð verkalýðshreyfing týni sjálfri sér í þoku og heiðum uppi og endi á hringsóli í því sem launahækkanir og verðhækkanir ganga á víxl,“ sagði Ásgeir á fundinum í dag.

„Að sama skapi þarf atvinnulífið og fyrirtækin einnig að axla ábyrgð. Verðbólguþensla má ekki vera skálkaskjól til þess að henda öllum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Það getur heldur ekki liðist að stjórnendur fyrirtækja skammti sér laun sem eru úr öllu samhengi við íslenskan veruleika,“ sagði Ásgeir enn fremur.

Þekkir verkalýðshreyfinguna af eigin raun

Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að hann hafi hafið starfsferil sinn í verkalýðshreyfingunni og þekki því starf Alþýðusambandsins af eigin raun.

„Ég byrjaði starfsferil minni sem hagfræðingur í verkalýðshreyfingunni, í Dagsbrún, og þekki starf ASÍ af eigin raun. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska þjóð að vera með öflugt ASÍ.“

Segir hann veikleika ASÍ hafa komið í ljós á síðustu misserum.

„Ég held að við höfum séð það núna í vetur hvað það er óheppilegt að það er verið að semja við félög á mismunandi tímum.“

Gerist „aldrei“ með sundraðri verkalýðshreyfingu

Bætir hann við að mikilvægt sé að verkalýðshreyfingin styrkist til að Ísland geti náð tökum á verðbólgunni.

„Ég tel að við náum aldrei tökum á verðbólgunni ef verkalýðshreyfingin er sundruð.“

mbl.is