Kannt þú að setja heilbrigð mörk?

Andleg heilsa | 2. apríl 2023

Kannt þú að setja heilbrigð mörk?

Að kunna að setja mörk er afar mikilvægt. Mörk geta hins vegar verið óljós og erfið að skilja, en ef þau eru heilbrigð þá geta þau verndað okkur frá tilfinningalegum skaða frá fólki í kringum okkur en einnig komið í veg fyrir að við særum aðra. 

Kannt þú að setja heilbrigð mörk?

Andleg heilsa | 2. apríl 2023

Ljósmynd/Unsplash/Nataliya Vaitkevich

Að kunna að setja mörk er afar mikilvægt. Mörk geta hins vegar verið óljós og erfið að skilja, en ef þau eru heilbrigð þá geta þau verndað okkur frá tilfinningalegum skaða frá fólki í kringum okkur en einnig komið í veg fyrir að við særum aðra. 

Að kunna að setja mörk er afar mikilvægt. Mörk geta hins vegar verið óljós og erfið að skilja, en ef þau eru heilbrigð þá geta þau verndað okkur frá tilfinningalegum skaða frá fólki í kringum okkur en einnig komið í veg fyrir að við særum aðra. 

Sálfræðingurinn Jonice Webb svaraði á dögunum algengum spurningum sem hún fær um það að setja sér og öðrum mörk og birti í gagnlegri grein á Psychology Today

Hvað eru persónuleg mörk?

„Þetta er ímynduð lína sem umlykur þig. Hún er verndandi og hindrar að neikvæðni, þrýstingur og sársauki nái til þín og skaði þig.“ 

Hversu mörg mörk þurfum við að hafa?

„Þú þarft nákvæmlega tvo. Sjáðu fyrir þér tvo hringi í kringum þig, einn innan í öðrum. Innri hringurinn þinn síar það sem þú setur út til annarra og kemur í veg fyrir að þú skaðir þá tilfinningalega. Ytri hringurinn síar og hindrar hugsanlegan skaða frá öðru fólki.“

Hversu gagnleg eru mörk?

„Mörk gera þig minna viðkvæman fyrir tilfinningum, hvötum, slæmu skapi eða skaðlegum athöfnum annarra. Þau gefa þér sjálfstraust og vissu um að þú sért sterkur, öruggur og í lagi. Þau koma einnig í veg fyrir að þú særir annað fólk að óþörfu þegar þú ert reiður eða sár.“

Hvað einkennir heilbrigð mörk?

„Heilbrigð mörk eru breytileg og aðlagast aðstæðum hverju sinni. Þau geta verið opin eða lokuð, stíf í sumum aðstæðum, órjúfanlegt í öðrum. Heilbrigð mörk eru undir þinni stjórn.“

Hvernig geta mörk farið úrskeiðis?

„Þau geta verið engin eða of veik, eða þá of stíf. Of veik mörk sía ekki nógu mikið út, sem gerir þig varnarlausan. Of stíf mörk sía út of mikið sem kemur inn og of mikið sem fer út, og einangra þig frá öðru fólki.“

Hver eru merki þess að mörk séu ekki að virka?

„Tilfinningar þínar særast of oft eða of auðveldlega, stundum af fólki sem þekkir þig ekki. Þú heldur aftur af þér þegar kemur að því að standa með sjálfum þér vegna þess að þú ert hræddur um að þú munir særa einhvern.

Þú hefur haft mikið af eitruðu fólki í lífi þínu. Þér finnst auðveldara að gefa en þiggja. Í vináttu og samböndum finnst þér erfitt að tala um sjálfan þig.“

mbl.is