Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Páskar | 2. apríl 2023

Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Þórdís Zophía er í draumavinnunni en hún vinnur í kringum blóm alla daga sem blómaskreytir. Þórdísi finnst fallegast að vinna með náttúrulegar skreytingar og það gerði hún einmitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mismunandi páskaborð.

Ómótstæðilegar páskaskreytingar Þórdísar

Páskar | 2. apríl 2023

Þórdís er listakona þegar kemur að því að skreyta fallega.
Þórdís er listakona þegar kemur að því að skreyta fallega. Samsett mynd

Þórdís Zophía er í draumavinnunni en hún vinnur í kringum blóm alla daga sem blómaskreytir. Þórdísi finnst fallegast að vinna með náttúrulegar skreytingar og það gerði hún einmitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mismunandi páskaborð.

Þórdís Zophía er í draumavinnunni en hún vinnur í kringum blóm alla daga sem blómaskreytir. Þórdísi finnst fallegast að vinna með náttúrulegar skreytingar og það gerði hún einmitt þegar hún skreytti og lagði á tvö mismunandi páskaborð.

„Undanfarin ár hafa páskarnir verið annatími og ég hef unnið mikið þannig að páskadagur hefur verið í faðmi fjölskyldunnar, það hefur verið slökun og góður matur,“ segir Þórdís um sínar páskahefðir. Hún notar kirsuberjagreinar, eucalyptus og setur túlípana í vasa. Auk þess elskar hún fallegar servéttur. Aðspurð um helstu tískustrauma í skreytingum segir hún að smekkur fólks sé misjafn.

„Minn smekkur er allt sem náttúrulegast, laukar, mosi og fjaðrir er sígilt.“

Ljós dúkur kemur vel út við tauservíetturnar.
Ljós dúkur kemur vel út við tauservíetturnar. Ljósmynd/Árni Sæberg
Egg í skál gera mikið fyrir borðið.
Egg í skál gera mikið fyrir borðið. Ljósmynd/Árni Sæberg

Skiptir máli að hafa fallegt í kringum sig þegar fólk borðar?

„Tvímælalaust, þó í mínu tilfelli sé ég eins og smiðirnir sem smíða minnst heima hjá sér. Að halda fallegt matarboð felur líka í sér að leggja alúð í að gera borðið fallegt og það hefur aukist mikið hjá fólki.“

Þegar hún er spurð um matarhefðir tengda páskum segir hún að lambakjöt sé ómissandi.

„Norðlenska lambakjötið klikkar ekki, annars er engin regla um páskana og það getur verið breytilegt.“

Bleikt er líka páskalegt.
Bleikt er líka páskalegt. Ljósmynd/Árni Sæberg
Páskaservéttur og fallegar diskamottur koma þér langt um páskana.
Páskaservéttur og fallegar diskamottur koma þér langt um páskana. Ljósmynd/Árni Sæberg

Blóm segja allt sem segja þarf

Þórdís skreytti tvö mismunandi páskaborð fyrir páskablaðið. „Ég vinn í Garðheimum þannig að mikið af skreytingarefninu kemur þaðan, mér finnst gaman að hafa fallegan dúk eða löber, falleg kerti og öll þessi litlu smáatriði finnst mér gaman að og ekki endilega einungis gult. Falleg blóm eru nauðsynleg og ég sá þennan dásamlega ranunculus hjá henni Elísu hjá 4 árstíðum. Mér finnst alltaf gaman að skoða mig um í fallegum blómabúðum. Mér finnst náttúrulegir vendir og skreytingar alltaf fallegast, hvort sem það eru páskar, jól eða hvað sem er í gangi.“

Páskakanínan er skemmtilegt skraut.
Páskakanínan er skemmtilegt skraut. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís hefur alltaf verið skapandi og segist hafa elskað blóm frá því að hún var lítil. „Blóm segja allt sem segja þarf í sorg og í gleði,“ segir hún. Henni finnst skemmtilegast að skreyta fyrir brúðkaup. „Mér þykir skemmtilegast að skreyta borð fyrir brúðkaup og að gera brúðarvendi, það er algjörlega mitt jóga og hjartað mitt nærist þegar fólk er hamingjusamt og maður er partur af því að gera stóra daginn fallegan,“ segir hún að lokum.

Fersk blóm eru ómissandi á fallegt borð.
Fersk blóm eru ómissandi á fallegt borð. Ljósmynd/Árni Sæberg
mbl.is