Þau Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt.
Þau Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt.
Þau Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt.
Leggja þau til að foreldrar geti arfleitt börn sín að allt að tíu milljónum króna skattfrjálst. Er lagt til í frumvarpinu að upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag.
Guðrún Hafsteinsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að með frumvarpinu ætti hvert barn von á því að fá samtals 20 milljónir skattfrjálst frá báðum foreldrum.
Ráðstöfunin má vera í nokkrum greiðslum yfir tíu ára tímabil og endurnýjast rétturinn ekki að þeim árum liðnum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.