Smáforrit Icelandair ekki samrýmst meginreglum

Sviptivindar í flugrekstri | 4. apríl 2023

Smáforrit Icelandair ekki samrýmst meginreglum

Persónuvernd telur að vinnsla Icelandair á persónuupplýsingum flugfreyja og flugþjóna með smáforritinu Crew App hafi ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlaganna um meðalhóf og sanngirni. 

Smáforrit Icelandair ekki samrýmst meginreglum

Sviptivindar í flugrekstri | 4. apríl 2023

Ljósmynd/Icelandair

Persónuvernd telur að vinnsla Icelandair á persónuupplýsingum flugfreyja og flugþjóna með smáforritinu Crew App hafi ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlaganna um meðalhóf og sanngirni. 

Persónuvernd telur að vinnsla Icelandair á persónuupplýsingum flugfreyja og flugþjóna með smáforritinu Crew App hafi ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlaganna um meðalhóf og sanngirni. 

Forritið hlaut mikla gagnrýni á síðasta ári en með því eiga flug­freyj­ur og flugþjón­ar að gera jafn­ingjamat á vinnu­fé­lög­um sín­um í starfi eftir hverja vakt. 

Persónuvernd hefur nú lokið frumkvæðisathugun sinni á úrvinnslu Icelandair á persónuupplýsingum en stofnunin hóf athugun í kjölfar fréttaflutnings af forritinu í maí. 

Í úrskurðinum segir að Icelandair hafi jafnframt brotið gegn skyldu sinni til að framkvæma mat á áhrifum umræddrar vinnslu á persónuvernd áður en hún hófst.

Starfsmenn meðvitaðri um eigin frammistöðu

Í svörum Icelandair kemur fram að áður hafi frammistaða flugfreyja og flugþjóna verið metin með öðrum hætti að meginstefnu til þar sem sérstakir línuþjálfarar voru um borð í einstaka flugum og gáfu starfsmönnum einkunn fyrir frammistöðu. Síðan hafi verið farið yfir frammistöðu með viðkomandi starfsmanni í lok hvers flugs.

Reynslan af því fyrirkomulagi hafi leitt í ljós að stöðuhækkanir flugfreyja og flugþjóna hafi almennt einungis tekið mið af starfsaldri en ekki frammistöðu sem þó beri jafnframt að meta samkvæmt kjarasamningi. Félagið hafi því talið umrætt fyrirkomulag ekki skila tilætluðum árangri þar sem almennt hafi ekki verið unnt að leggja mat á frammistöðu starfsmanna á grundvelli þess.

Þá sagði að með smáforritinu væri vonast til að matið yrði styttra, hnitmiðaðra og geri starfsmenn meðvitaðri um eigin frammistöðu.

Huglægt mat

Í niðurstöðum Persónuverndar segir að fyrirkomulagið geti skapað hvata til þess að veita samstarfsfélögum neikvæðar og jafnvel rangar umsagnir um þætti „sem flestir eru að nokkru marki háðir huglægu mati“. 

Persónuvernd fellst þó á röksemdir flugfélagsins að hægt verði að eyða óáreiðanlegum eða ófullkomnum upplýsingum „og því sé ólíklegt að einstaka umsagnir hafi teljandi áhrif á heildarniðurstöðu frammistöðumats einstaka starfsmanna“.

Persónuvernd hefur lagt fyrir Icelandair að færa vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við frammistöðumat á flugfreyjum og flugþjónum félagsins til samræmis við ákvæði persónuverndarlöggjafarinnar. Lýsing á ráðstöfunum sem hafa verið gerðar skuli berast Persónuvernd fyrir 28. apríl. 

mbl.is