Shakira kveður Barcelona

Spánn | 5. apríl 2023

Shakira kveður Barcelona

Eftir að hafa eytt rúmlega níu árum í Barcelona á Spáni hefur söngkonan Shakira ákveðið að flytja í burtu þaðan með börnunum sinum tveimur.

Shakira kveður Barcelona

Spánn | 5. apríl 2023

Shakira hefur ákveðið að flytja frá Barcelona á Spáni eftir …
Shakira hefur ákveðið að flytja frá Barcelona á Spáni eftir rúmlega níu ár í borginni. Samsett mynd

Eftir að hafa eytt rúmlega níu árum í Barcelona á Spáni hefur söngkonan Shakira ákveðið að flytja í burtu þaðan með börnunum sinum tveimur.

Eftir að hafa eytt rúmlega níu árum í Barcelona á Spáni hefur söngkonan Shakira ákveðið að flytja í burtu þaðan með börnunum sinum tveimur.

Shakira á tvo syni, Milan sem er tíu ára og Sasha sem er átta ára, með fyrrverandi kærasta sínum, knattspyrnumanninum Gerard Piqué. Hún hefur ákveðið að yfirgefa Spán og setjast að í Miami á Flórída í leit að hamingju og til að vera nær ástvinum sínum. 

Ákvörðunin kemur tæplega tíu mánuðum eftir að Shakira og Piqué tilkynntu sambandsslit sín, en þau hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið þar sem Piqué er sakaður um að hafa haldið fram hjá söngkonunni. 

„Í dag hefst nýr kafli“

„Ég settist að í Barcelona til að veita börnunum mínum stöðugleika, það sama og við erum núna að leita að í öðru heimshorni,“ skrifaði Shakira við Instagram-færslu þann 2. apríl síðastliðinn. „Í dag hefst nýr kafli í leit þeirra að hamingjunni.“

View this post on Instagram

A post shared by Shakira (@shakira)

mbl.is