Í fótspor Jesú í Jerúsalem

Páskar | 6. apríl 2023

Í fótspor Jesú í Jerúsalem

Jesús er sagður hafa gengið leiðina Via Dol­orosa eða Sorg­ar­leiðina í Jerúsalem áður en hann var kross­fest­ur. Um páska safn­ast píla­grím­ar sam­an og ganga í fót­spor Krists. Viðkomu­staðirn­ir eru vel merkt­ir og kom blaðamaður við á þeim í júní í fyrra á ferðalagi. Ekki er hægt að heim­sækja Jerúsalem og ná­grenni án þess að velta fyr­ir sér her­námi Ísra­ela.

Í fótspor Jesú í Jerúsalem

Páskar | 6. apríl 2023

Ævintýri í Jerúsalem í fyrra.
Ævintýri í Jerúsalem í fyrra.

Jesús er sagður hafa gengið leiðina Via Dol­orosa eða Sorg­ar­leiðina í Jerúsalem áður en hann var kross­fest­ur. Um páska safn­ast píla­grím­ar sam­an og ganga í fót­spor Krists. Viðkomu­staðirn­ir eru vel merkt­ir og kom blaðamaður við á þeim í júní í fyrra á ferðalagi. Ekki er hægt að heim­sækja Jerúsalem og ná­grenni án þess að velta fyr­ir sér her­námi Ísra­ela.

Jesús er sagður hafa gengið leiðina Via Dol­orosa eða Sorg­ar­leiðina í Jerúsalem áður en hann var kross­fest­ur. Um páska safn­ast píla­grím­ar sam­an og ganga í fót­spor Krists. Viðkomu­staðirn­ir eru vel merkt­ir og kom blaðamaður við á þeim í júní í fyrra á ferðalagi. Ekki er hægt að heim­sækja Jerúsalem og ná­grenni án þess að velta fyr­ir sér her­námi Ísra­ela.

Það er vel til fundið að rifja upp Jór­sala­för­ina um pásk­ana enda Jerúsalem þunga­miðja upp­hafs páska­hátíðirn­ar. Jesús reið inn í Jerúsalem, borðaði síðustu kvöld­máltíðina þar og var kross­fest­ur. Það eru auðvitað aðrir sem líta á pásk­ana sem frjó­sem­is­hátíð og mögu­lega enn fleiri sem velta ekki fyr­ir sér upphafinu og kunna bara vel við fimm daga frí.

Þann 1. júní í fyrra lá leiðin til Hels­inki og þaðan til Tel Aviv. Á næstunni hefst áætl­un­ar­flug frá Kefla­vík til Tel Aviv með Icelanda­ir og þá verður hægt að fljúga beint. Menn með framandi hatta í svört­um káp­um að drífa sig mættu blaðamanni á flug­vell­in­um, nokkuð sem átti eft­ir að vera dag­legt brauð næstu daga í Jerúsalem. Leigu­bíl­stjór­inn ók blaðamanni í aust­ur­hluta Jerúsalem þar sem gist var næstu daga. Borg­ar­hlut­inn er hluti Palestínu­manna í Jerúsalem. Sjáanlegur munur var á innviðum í þessum borgarhluta og þar sem fleiri gyðingar búa.

Borgarveggur umlykur gamla bæinn og hér má sjá einn inngang.
Borgarveggur umlykur gamla bæinn og hér má sjá einn inngang.

Gamli bærinn

Í steikj­andi hita fyrsta dag­inn var haldið í gamla bæ­inn í Jerúsalem en stór borg­ar­vegg­ur um­lyk­ur gamla bæ­inn. Í gamla bæn­um sem var byggður löngu áður en Ingólf­ur Arn­ar­son fann Ísland búa svipað margir og í Kópavogi en borgarhlutinn er þó aðeins tæpur fer­kíló­metri að stærð. Það er eftirsóknavert að búa á þessum litla bletti vegna þess að þar er að finna Kirkju hinnar heilögu grafar, Grát­múr­inn og hina heil­ögu mosku Al-Aqsa en marg­ir múslim­ar leggja leið sína þangað einu sinni á lífs­leiðinni.

Grátmúrinn í Jerúsalem.
Grátmúrinn í Jerúsalem.

Það er auðvelt að ganga sorg­ar­leiðina sjálf­ur og hún er vel merkt á hús­um gömlu borg­ar­inn­ar. Leiðin er með 14 viðkomu­stöðum sem Jesús er sagður hafa komið við á. Á leiðinni er meðal ann­ars komið við þar sem Jesús var dæmd­ur til dauða, hann lát­inn bera kross­inn, þar sem hann datt í fyrsta sinn, annað sinn og þriðja sinn. Einnig er komið við þar sem hann hitti móður sína og þar sem kon­ur grétu á götu­horn­um. Síðustu staðirn­ir eru inni í Kirkju hinn­ar heil­ögu graf­ar en þar á Jesús að hafa verið kross­fest­ur, dá­inn og graf­inn. Þeir sem sáu fyr­ir sér Golgata­hæð sem ein­hvern Arn­ar­hól geta aðeins staldrað við enda er hæðin nú kom­in inn í hús, svo mik­il var hæðin.

í Kirkju hinn­ar heil­ögu graf­ar er mikið af mikilvægum trúarlegum …
í Kirkju hinn­ar heil­ögu graf­ar er mikið af mikilvægum trúarlegum stöðum.
Kirkjan var glæsileg.
Kirkjan var glæsileg.

Sög­ur og sagn­fræði er ekki sami hlut­ur­inn. Í Jerúsalem er hins veg­ar stund­um erfitt að skilja á milli og þegar bókað er leiðsögn um gömlu borg­ina er auðvelt að líða eins og í krist­in­fræðitíma í 5. bekk. Það er nokkuð lík­legt að hress­ir píla­grím­ar frá Banda­ríkj­un­um sem þekkja Abra­ham, Ísak og vini þeirra bet­ur en leiðsögumaður­inn verði í sömu ferð og þú. Í gömlu borg­inni er stein­steypa alls staðar, fólk all­s staðar. Þá er gott fyr­ir litla Íslend­ing­inn sem er van­ur víðátt­unni að gera eins og píla­grím­arn­ir forðum og fá sér bara snit­sel á hót­el­inu The Austri­an Pil­grim Hospice of the Holy Family. Þangað hafa píla­grím­ar lagt leið sína síðan árið 1863. Eft­ir mat í raspi er hægt að fara upp á þak og horfa yfir Jerúsalem. Útsýnið er stór­feng­legt.

Austurríski fáninn blakti á þaki hótelsins The Austri­an Pil­grim Hospice …
Austurríski fáninn blakti á þaki hótelsins The Austri­an Pil­grim Hospice of the Holy Family.

Það er afar létt að hafa það gott í Disneylandi þeirra trúuðu í Jerúsalem, skella sér svo á strönd­ina í Tel Aviv og borða þar góðan mat. Þú hef­ur hins veg­ar ekki al­menni­lega heim­sótt þetta landsvæði nema þú kynn­ir þér aðstæður Palestínu­manna, jafn­vel þó það sé átak­an­legt og sorg­legt og þú í sum­ar­fríi. Blaðamaður fór einn dag inn á Vest­ur­bakk­ann og þangað hefði blaðamaður ekki viljað fara án aðila sem þekkir aðstæður heimafólks. 

Stræti gömlu Jerúsalem eru ólík því sem Íslendingar eiga að …
Stræti gömlu Jerúsalem eru ólík því sem Íslendingar eiga að venjast.
Kaffihúsin í múslimska hluta gamla bæjarins er öðruvísi en fólk …
Kaffihúsin í múslimska hluta gamla bæjarins er öðruvísi en fólk á að venjast á Íslandi. Að sjálfsögðu var reykt inni og drukkið tyrkneskt kaffi.

Hebron og Betlehem

Borg­irn­ar Hebron og Bet­lehem á Vest­ur­bakk­an­um voru heim­sótt­ar með litl­um hópi á veg­um Green Oli­ve Tours. Leiðsögumaður­inn var Palestínumaður frá Jerúsalem og gat flakkað á milli Vest­ur­bakk­ans og Jerúsalem án vand­ræða ólíkt þeim Palestínu­mönn­um sem búa á Vest­ur­bakk­an­um. Borg­in Hebron er illa far­in og gamli bær­inn sem eitt sinn iðaði af lífi var eins og drauga­bær. Búið var að skella í lás í flest­um versl­un­ar­rým­um vegna þess að land­nem­ar hafa hrakið fólk á brott. Mann­lífið var fá­brotið en skóla­börn sáust úti á götu á skóla­tíma þar sem dæmi er um að for­eldr­ar hafa hætt að senda börn í skóla vegna ágangs her­manna Írea­els­hers.

Búið er að skella í lás í gamalli göngugötu í …
Búið er að skella í lás í gamalli göngugötu í Hebron.

Eft­ir nokkra daga í Jerúsalem venst fólk her­mönn­um sem ganga um með stór skot­vopn út um allt – þó til­finn­ing­in sé vissu­lega ekki góð. Her­menn­irn­ir í Hebron voru þó beitt­ari en þeir sem tóku spor­vagn­inn með blaðamanni í Jerúsalem. Leiðsögumaður­inn þekkti þá staði þar sem hermennina var að finna og sagði hvenær mátti taka mynd og hvenær ekki, þannig mátti meðal ann­ars var­ast óþarfa yf­ir­heyrsl­ur. Einnig var hann bú­inn að segja hvernig átti að kynna sig og trú sína eins og þegar hópurinn lenti í á leiðinni út af Vesturbakkanum. Enn og aft­ur var það lítið mál fyr­ir kristna blaðamann­inn þegar hann var beðinn um að sýna vegabréfið en það fór ekki á milli mála að horft var öðru­vísi á múslímsku bræðurna sem voru sam­ferðar­menn þenn­an dag­inn, en þeir voru reyndar bara ferðamenn frá Hong Kong. Það kom einnig á dag­inn að þeir höfðu ekki kom­ist eins auðveld­lega í gegn­um flug­völl­inn og ljós­hærði blaðamaður­inn. Voru þeir meðal ann­ars spurðir út í pak­ist­anska ætt­ar­sögu sína.

Leiðsögumaður Green Olive Tours fór með ferðamenn um Hebron og …
Leiðsögumaður Green Olive Tours fór með ferðamenn um Hebron og benti á nöturlegar aðstæður Palestínumanna.

Á ferðalag­inu um slóðir Jesú var blaðamaður all­veru­lega minnt­ur á for­rétt­indi sín. Fólk kann að ef­ast um að ferðast um á slóðir þar sem mann­réttindabrot eru daglegt brauð. Slík­ar vanga­velt­ur eru rétt­mæt­ar en Jerúsalem, Tel Aviv og ná­grenni býður upp á stór­brotna sögu, menn­ingu, mat, sól og sjó. En það er gott að blindast ekki af regn­boga­fán­um og speedo-skýl­um í Tel Aviv.  

mbl.is