Kalkmálning og krómað eldhús í hönnunarparadís

Gisting | 7. apríl 2023

Kalkmálning og krómað eldhús í hönnunarparadís

Í hjarta Médoc-víngarðanna í suðvesturhluta Frakklands er að finna töfrandi villu með útsýni niður að sjó. Ótrúleg fagurfræði einkennir eignina bæði að innan og utan þar sem klassísk hönnun og nútímalegri innréttingar mætast. 

Kalkmálning og krómað eldhús í hönnunarparadís

Gisting | 7. apríl 2023

Eignin er sannkölluð hönnunarparadís.
Eignin er sannkölluð hönnunarparadís. Samsett mynd

Í hjarta Médoc-víngarðanna í suðvesturhluta Frakklands er að finna töfrandi villu með útsýni niður að sjó. Ótrúleg fagurfræði einkennir eignina bæði að innan og utan þar sem klassísk hönnun og nútímalegri innréttingar mætast. 

Í hjarta Médoc-víngarðanna í suðvesturhluta Frakklands er að finna töfrandi villu með útsýni niður að sjó. Ótrúleg fagurfræði einkennir eignina bæði að innan og utan þar sem klassísk hönnun og nútímalegri innréttingar mætast. 

Villan var reist árið 1880 og státar af þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Glæsileg sundlaug og sólbaðsaðstaða eru í stórum og snyrtilegum garði sem umlykur eignina. 

Einfaldleikinn ræður ríkjum í húsmunum og innréttingum, en eignin hefur verið innréttuð á guðdómlegan máta þar sem hvert smáatriði fær að njóta sín. 

Mildir jarðtónar og kröftugri litir í bland

Kalkmálaðir veggirnir setja sterkan svip á eignina og tóna fallega við viðarparket á gólfum. Náttúruleg litapalletta með mildum jarðtónum flæðir í gegnum eignina, en á nokkrum stöðum fá kröftugri litir að njóta sín og mynda skemmtilega stemningu. 

Í eldhúsi má sjá fallega krómaða eldhúsinnréttingu sem gefur rýminu mikinn glæsibrag til móts við ólívugræna kalkmálningu á veggjunum. Það er augljóst að hver hlutur hefur verið valinn af kostgæfni þar sem allt á sinn stað og engu er ofaukið. 

Villan er sannkölluð hönnunarparadís og ætti að gleðja augu hönnunar- og arkitektúrsunnenda. Það er mikill lúxusbragur yfir eigninni sem er til útleigu á Airbnb. Alls er pláss fyrir sex gesti í villunni hverju sinni, en nóttin þar kostar 1.556 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 220 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is