Óttast einsemd vegna félagskvíða

Andleg heilsa | 10. apríl 2023

Óttast einsemd vegna félagskvíða

Karlmaður á fertugsaldri óttast að vera einmana því hann á erfitt að rækta vináttu vegna félagskvíða. Hann leitaði því ráða hjá sérfræðingi.

Óttast einsemd vegna félagskvíða

Andleg heilsa | 10. apríl 2023

Ljósmynd/Unsplash/Max Harlynking

Karlmaður á fertugsaldri óttast að vera einmana því hann á erfitt að rækta vináttu vegna félagskvíða. Hann leitaði því ráða hjá sérfræðingi.

Karlmaður á fertugsaldri óttast að vera einmana því hann á erfitt að rækta vináttu vegna félagskvíða. Hann leitaði því ráða hjá sérfræðingi.

Ég er karlmaður á fertugsaldri og er frekar einmana. Ég er búinn með háskólanám svo ég hitti ekki mikið af nýju fólki og ég hef fjarlægst vinina af ýmsum ástæðum. Tveir nánustu vinir mínir búa erlendis og sakna ég þess að hitta þá í eigin persónu, sérstaklega eftir að öll samskipti á meðan Covid-faraldinum stóð voru með stafrænum hætti.

Við maki minn gerum eitthvað saman öðru hverju en við höfum þó ekki alltaf áhuga á því sama. Henni finnst gaman að bjóða fólki heim en mér finnst gaman að fara út. Henni líkar við að skoða náttúruna en ég er meira borgarbarn.

Ég vinn heima en vinnuveitandi minn skipuleggur oft félagslega viðburði. Ég mæti þó sjaldan því margir mæta á þessa viðburði og mín helsta hindrun er að ég er frekar innhverfur maður og með félagskvíða. Ég hef alltaf átt erfitt með að eignast vini og viðhalda vináttunni. Hin hefðbundnu ráð eru ávallt að fara á námskeið, ganga í klúbb eða taka þátt í sjálfboðastarfi. Allt slíkt felur hins vegar yfirleitt í sér fjölmenna viðburði. Sem innhverfur maður finnst mér það jafnvel yfirþyrmandi að vera í fámennum hópi. Er ég sjaldnast skemmtilegur eða áhugaverður í slíkum aðstæðum.

Það yrði eflaust þess virði að fara út fyrir þægindarammann ef slíkir viðburðir gæfu af sér góð sambönd. Eftir því sem ég verð eldri verður það þó minna gefandi að þvinga mig í slíkar aðstæður. Ég veit ekki hvar ég ætti að byrja.

Svar sérfræðingsins:

Við sækjumst eftir raunverulegum tengingum og ég held að það sem þú segir um stafræn samskipti á meðan faraldrinum stóð hafi haft virkileg áhrif á marga. Einmanaleiki getur þó líka komið fram í félagsskap þegar okkur líður eins og enginn heyri í okkur eða sjái okkur. 

Ég hjó eftir því að þú sagðist alltaf hafa átt erfitt með þetta en ég velti því fyrir mér hvort þú sért sérstaklega einmana einmitt núna. Ég verð því að spyrja þig hvort samband þitt sé fullnægjandi. 

Ég ræddi við sálfræðing sem tók sérstaklega eftir því að þú lýstir þér sem innhverfum. Hann segir að hann líti á innhverfa einstaklinga sem einhverjum sem leitar inn á við til að vinna úr hlutum, ólíkt þeim sem eru opnari sem hafa tilhneigingu til að fá sína orku frá öðru fólki. Að hans mati er það að vera innhverfur ekki hindrun í að eignast vini en kvíðinn gæti haft sitt að segja. 

Kvíði varðandi það hvernig við komum fyrir og að hafa áhyggjur af því fólki líki ekki við okkur virðist vera undirstaða félagslegra samskipta margra. Ég velti því fyrir mér hvernig okkur myndi líða ef við gætum séð hvað aðrir hugsa í sömu aðstæðum. Líklegast kæmi það okkur á óvart hve mörgum líður eins. Ef sjálfsálit þitt er lágt er þó erfitt að sætta sig við þetta.

Sterk sjálfsmynd verður til með því að vita hver við erum og að finnast við sjálf vera áhugaverð. Hluti af henni kemur til af því hversu vel öðru fólki líkar við okkur. Þess vegna eru jákvæð félagsleg samskipti svo mikilvæg.

Reyndu að dýpka núverandi sambönd sem þér líður nú þegar vel með. Þótt vinir þínir búi ekki nálægt þér er það gott upphafsskref að auðga samband þitt við þá. Annað hvort með myndspjalli eða tölvupósti, jafnvel með bréfaskrifum. Ef þér finnst myndspjallið of mikið gætir þú kannski reynt að hringja á meðan þú gerir eitthvað annað, til dæmis á meðan þú eldar.

Kannski eru tækifærin til að kynnast nýju fólki nær þér en þú heldur. Þú segir að maka þínum finnist gaman að bjóða fólki heim. Þú gætir nýtt það sem tækifæri til að kynnast nýju fólki í umhverfi sem þér líður nú þegar vel í. Einnig gætir þú tekið þátt í vinnutengdum viðburðum ef þú setur þér ákveðin tímamörk varðandi viðveru, til dæmis 45 mínútur til að byrja með.

Svo er þetta ekki spurning um hvort fólki finnist þú áhugaverður heldur hvort þér finnist annað fólk áhugavert. Það gæti dregið úr kvíðanum að beina athyglinni að því að spyrja spurninga í stað þess að reyna að finna upp á einhverju til að segja.

Vinátta krefst vinnu og tíma. Það er freistandi að líta á hvern félagslega viðburð sem tækifæri til að eignast nýja vini en það er þó óraunhæft. Ef þú lítur á slíka viðburði sem tækifæri til að mynda einhvers konar tengsl, í stað ævilangrar vináttu, gæti það minnkað álagið. 

 The Guardian

mbl.is