5 hlutir sem pirra hótelstarfsmenn mest

Gisting | 11. apríl 2023

5 hlutir sem pirra hótelstarfsmenn mest

Á hótelum er starfsfólki falið að sjá um gesti og veita þeim ánægjulega upplifun á meðan dvöl þeirra stendur. Gestir geta þó verið margskonar og gert ýmislegt af sér sem angrar hótelstarfsmenn.

5 hlutir sem pirra hótelstarfsmenn mest

Gisting | 11. apríl 2023

Mynd: Hector RETAMAL / AFP

Á hótelum er starfsfólki falið að sjá um gesti og veita þeim ánægjulega upplifun á meðan dvöl þeirra stendur. Gestir geta þó verið margskonar og gert ýmislegt af sér sem angrar hótelstarfsmenn.

Á hótelum er starfsfólki falið að sjá um gesti og veita þeim ánægjulega upplifun á meðan dvöl þeirra stendur. Gestir geta þó verið margskonar og gert ýmislegt af sér sem angrar hótelstarfsmenn.

Nýverið deildu hótelstarfsmenn fimm atriðum sem pirra þá mest á ferðavef Travel + Leisure og hvöttu ferðalanga til að forðast eftirfarandi til að verða betri hótelgestir.

Þegar þú lætur ekki vita

„Til þess að vera besti gestur sem þú getur verið, þá er mjög gagnlegt fyrir starfsfólk hótelsins þegar þú skipuleggur fram í tímann, í stað þess að láta hlutina gerast á síðustu stundu,“ sagði Andreas Spove, framkvæmdastjóri reStays Ottawa, lúxushótela í Kanada. 

„Þegar áætlanir eiga sér stað á síðustu stundu er starfsfólk hótelsins ávallt meira en tilbúið að aðstoða, en þegar þú skipuleggur fram í tímann og lætur móttökuaðila vita fyrirfram um hluti sem þú þarft, mun það hjálpa þeim að þjóna þér enn betur og minnka streitu á báða enda.“

George Cook, forstöðumaður gestaþjónustu hjá Deer Path Inn, tók undir það og bætti við að það væri sérstaklega mikilvægt að láta starfsfólk vita um það þegar bókanir eru gerðar af sérstöku tilefni.

„Deildu sérstökum viðburðum eða tilefnum með móttökuteyminu, fyrir komu, ef mögulegt er. Þetta hjálpar ekki aðeins starfsfólki að undirbúa sig heldur gæti það einnig endað með uppfærslu á herbergi eða skemmtilegum glaðningi yfir gistitímabilið,“ sagði Cook. 

Deildu áhyggjum eða óánægju á staðnum

Spove hafði enn eitt frábært ráð um hvernig á að vera stórkostlegur gestur: Deildu áhyggjum og eða óánægju þinni í rauntíma frekar en að geyma það og endurskoða eftir dvölina. 

„Gestir munu stundum ekki tjá áhyggjur sínar eða óánægju fyrr en í lokin, þegar starfsfólkið hefur ekki lengur tök á að laga þau vandamál sem hafa komið upp,“ sagði Spove. 

„Ef það eru einhverjar áhyggjur á meðan dvölinni stendur, getur það hjálpað starfsfólki hótelsins að koma þeim á framfæri. Ekki vera hræddur að hringja strax í afgreiðsluna ef eitthvað finnst að. Líkur er á að starfsfólkið muni laga vandamálið strax.“

Þegar þú notar röng handklæði 

„Ef þú ert með andlitsfarða eða sérstaklega óhrein eftir ævintýraferð er mikilvægt að nota rétt handklæði til að gera líf starfsfólksins aðeins auðveldari,“ sagði Stephen Fofanoff, framkvæmdastjóri hjá Domaine Madeleine í Port Angeles.

„Notaðu meðfylgjandi förðunarhreinsiefni og handklæði. Gestir sem nota hvítu handklæðin til að fjarlægja farða skemma þessi handklæði og það eykur kostnað við að dvelja á hótelinu.“

Ekki sýna starfsfólki yfirgang og dónaskap

Það er mikilvægt að muna, jafnvel á erfiðustu augnablikunum, að starfsmenn hótela eru líklegast að gera allt sem þeir geta til þess að tryggja að þú eigir sem besta dvöl. Og þess vegna vill starfsfólk Bethany Beach Ocean Suites Residence Inn í Delaware, minna alla á að reyna að halda ró sinni í samskiptum við starfsmenn.  

„Það er mjög niðurdrepandi þegar gestir verða óánægðir með móttökurnar þegar þeir komast að því að „beiðnin“ sem þeir lögðu inn fyrir komu (samtengd herbergi, val á hæð, útsýni, snemmbúin innritun o.s.frv.) var ekki möguleg.

Við gerum allt sem við getum til að koma til móts við ógrynni beiðna frá hundruðum viðskiptavina, daglega. Þegar við getum ekki orðið við tiltekinni beiðni má alltaf vita að við höfum reynt okkar besta til að láta það gerast.“ 

 Ekki mæta fyrir innritun og búast við að herbergið sé klárt

„Gestir koma oft fyrir innritunartíma og búast við að komast strax inn í herbergin sín. Þetta er mun algengara en fólk heldur,“ sagði Colleen Carswell, ráðgjafi hótellausna. „Þó þú viljir innrita þig snemma þýðir það ekki að það sé alltaf hægt og það er þá ekki hótelstarfsmanni að kenna.“

mbl.is