Klósettlaust í Kjörbúðinni

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2023

Klósettlaust í Kjörbúðinni

Heimastjórn Djúpavogs hafa engin viðbrögð borist frá stjórnum rekstraraðila Kjörbúðarinnar en starfsmaður heimastjórnarinnar kom nýlega á framfæri áherslum varðandi nauðsyn á salernisaðstöðu í húsnæði búðarinnar.

Klósettlaust í Kjörbúðinni

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2023

Djúpivogur. Mynd úr safni.
Djúpivogur. Mynd úr safni. Ljósmynd/Kristján Ingimarsson

Heimastjórn Djúpavogs hafa engin viðbrögð borist frá stjórnum rekstraraðila Kjörbúðarinnar en starfsmaður heimastjórnarinnar kom nýlega á framfæri áherslum varðandi nauðsyn á salernisaðstöðu í húsnæði búðarinnar.

Heimastjórn Djúpavogs hafa engin viðbrögð borist frá stjórnum rekstraraðila Kjörbúðarinnar en starfsmaður heimastjórnarinnar kom nýlega á framfæri áherslum varðandi nauðsyn á salernisaðstöðu í húsnæði búðarinnar.

Er þar fyrst og fremst verið að hugsa um salernisaðstöðu fyrir ferðamenn og gesti þeirra fyrirtækja sem starfa í húsnæðinu. Í sama húsnæði er rekið útibú frá Landsbankanum, Vínbúðinni og Póstinum.

Lýsa miklum vonbrigðum með Samkaup

Á fundi heimastjórnarinnar á Djúpavogi 5. apríl lýsti stjórnin miklum vonbrigðum með að rekstraraðilarnir hefðu ekki séð sér fært að bregðast við erindinu og var starfsmanni falið að ítreka fyrra erindi. Starfsmanninum var jafnframt falið að leita álits Heilbrigðiseftirlits Austurlands á því hvort ekki væri skylt að sjá viðskiptavinum fyrir salernisaðstöðu á staðnum.

Áfram lítur því út fyrir að engin salernisaðstaða verði sett upp í húsnæði Kjörbúðarinnar.

Heimastjórnin fjallaði áður um málið á fundi 9. mars og var þá greint frá samskiptum starfsmanns stjórnarinnar við Samkaup, sem rekur Kjörbúðina, varðandi salernisaðstöðuna sem lengi hafði verið kallað eftir.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is