Reyndi fyrir sér sem aðstoðarmaður Kardashian-fjölskyldunnar

Kardashian | 12. apríl 2023

Reyndi fyrir sér sem aðstoðarmaður Kardashian-fjölskyldunnar

Þáttastjórnandinn James Corden fékk innsýn í það hvernig er að vera aðstoðarmaður Kardashian–fjölskyldunnar í myndskeiði sem var tekið upp fyrir spjallþáttinn The Late Late Show nú á dögunum.

Reyndi fyrir sér sem aðstoðarmaður Kardashian-fjölskyldunnar

Kardashian | 12. apríl 2023

James Corden reyndi fyrir sér sem aðstoðarmaður Kardashian-fjölskyldunnar.
James Corden reyndi fyrir sér sem aðstoðarmaður Kardashian-fjölskyldunnar. Samsett mynd

Þáttastjórnandinn James Corden fékk innsýn í það hvernig er að vera aðstoðarmaður Kardashian–fjölskyldunnar í myndskeiði sem var tekið upp fyrir spjallþáttinn The Late Late Show nú á dögunum.

Þáttastjórnandinn James Corden fékk innsýn í það hvernig er að vera aðstoðarmaður Kardashian–fjölskyldunnar í myndskeiði sem var tekið upp fyrir spjallþáttinn The Late Late Show nú á dögunum.

Í myndbandinu sést hvernig Corden „aðstoðar“ nokkra meðlimi fjölskyldunnar, þar á meðal systurnar Kim Kardashian, Khloé Kardashian, Kylie Jenner og móður þeirra, Kris Jenner. 

Corden byrjaði daginn með Kris þar sem hún var stödd í æfingasalnum á hlaupabrettinu. „Venjulega æfir aðstoðarmaðurinn minn með mér á morgnana svo við getum planað daginn og tekið niður punkta,“ segir hún við Corden. Þegar hún lýkur morgunæfingunum biður hún Corden um að útbúa handa sér hristing eins og aðstoðarmaður hennar er vanur. 

Flestallt betra með hvítvíni

Því næst lagði þá leið sína í eldhúsið og byrjaði að gera fyrir hana heilsuhristing úr grænmetinu sem var til í mjög svo glæsilegum ísskáp. Corden valdi ágúrkur, spínat og avókadó í hristinginn en kom svo auga á opna hvítvínsflösku. Corden tók sopa af hvítvíninu, eflaust til þess að komast í gegnum daginn en hellti síðan heilmiklu magni í græna hristinginn.

Tilraunastarfseminni lauk þó ekki þar, en hann bætti súkkulaðirúsínum, eplasafa, ediki og morgunkorni út í drykkinn og kallaði svo eftir Kris að koma og njóta. 

Sex barna móðirin var síður en hrifin af þessu uppátæki og spýtti drykknum í vaskinn. „Þetta er f**** viðurstyggilegt, af hvaða plánetu ertu eiginlega?“ sagði Kris. 

Corden grínaðist einnig í systrunum og átti heldur betur skrautlegan dag sem aðstoðarmaður þekktustu raunveruleikafjölskyldu í heimi. 

mbl.is