Trans-áhrifavaldur situr undir hótunum

Áhrifavaldar | 13. apríl 2023

Trans-áhrifavaldur situr undir hótunum

Undanfarnar tvær vikur hefur TikTok–stjarnan og trans–áhrifavaldurinn, Dylan Mulvaney setið undir dónaskap og hótunum frá hægrisinnuðum íhaldsmönnum vegna kynningarsamninga sem hún gerði nýlega við fyrirtækin Nike og Bud Light. 

Trans-áhrifavaldur situr undir hótunum

Áhrifavaldar | 13. apríl 2023

TikTok-stjarnan og Trans-áhrifavaldurinn, Dylan Mulvaney.
TikTok-stjarnan og Trans-áhrifavaldurinn, Dylan Mulvaney. Samsett mynd

Undanfarnar tvær vikur hefur TikTok–stjarnan og trans–áhrifavaldurinn, Dylan Mulvaney setið undir dónaskap og hótunum frá hægrisinnuðum íhaldsmönnum vegna kynningarsamninga sem hún gerði nýlega við fyrirtækin Nike og Bud Light. 

Undanfarnar tvær vikur hefur TikTok–stjarnan og trans–áhrifavaldurinn, Dylan Mulvaney setið undir dónaskap og hótunum frá hægrisinnuðum íhaldsmönnum vegna kynningarsamninga sem hún gerði nýlega við fyrirtækin Nike og Bud Light. 

„Ástæðan fyrir því að ég held að ég sé auðvelt skotmark er sú að ég er ennþá ný í þessu,“ útskýrði Mulvaney í hlaðvarpsþættinu, Onward with Rosie O'Donnell.

Trans–áhrifavaldurinn hefur orðið fyrir mjög hatursfullum orðræðum á netinu allt frá því að hún öðlaðist frægð árið 2022 fyrir myndbandsseríuna, 365 Days of Girlhood, þar sem hún fjallaði af einlægni um reynslu sína af því að vera trans. 

Lætur hatrið ekki á sig fá

Á meðan Mulvaney fullvissaði aðdáendur sína um að hún væri ekki að láta svona hatur á netinu hafa áhrif á sig viðurkenndi hún þó að málið hafi undirstrikað hversu ógnvekjandi hlutirnir eru orðnir innan LGBTQ+ samfélagsins. 

„Ég hef engar áhyggjur af fólkinu sem talar um mig í hlaðvörpunum sínum, ég hef áhyggjur af hlustendunum þeirra,“ hélt TikTok–stjarnan áfram. „Ég held líka að þetta sé bara erfiður tími. Það er kominn tími til þess að stíga upp.“

Mulvaney vakti athygli á rísandi transfóbíu eftir að hafa deilt kynningarmyndbandi fyrir Bud Light á Instagram. Í myndbandinu sýnir hún bjórdós með andliti sínu sem var sérhönnuð fyrir hana til þess að fagna því að seríu hennar, 365 Days of Girlhood, væri lokið. Eftir að Mulvaney og Bud Light kynntu samstarf sitt og myndbandið birtist hafa íhaldsmenn verið að sniðganga vörumerkið. 

mbl.is