Laumaði einhver AirTag á töskuna þína?

Ferðaráð | 14. apríl 2023

Laumaði einhver AirTag á töskuna þína?

Á undanförnum vikum hafa fjölmiðlar greint frá því í auknu mæli að AirTag staðsetningabúnaði hafi verið laumað á töskur ferðamanna og staðsetning þeirra rakin. Atvikin hafa vakið mikinn óhug – en hvað átt þú að gera ef þú finnur AirTag sem er að rekja staðsetningu þína?

Laumaði einhver AirTag á töskuna þína?

Ferðaráð | 14. apríl 2023

Óhugnaleg mál hafa komið upp í auknu mæli undanfarnar vikur …
Óhugnaleg mál hafa komið upp í auknu mæli undanfarnar vikur þar sem staðsetningarbúnaði er laumað á töskur farþega og staðsetning þeirra rakin. Samsett mynd

Á undanförnum vikum hafa fjölmiðlar greint frá því í auknu mæli að AirTag staðsetningabúnaði hafi verið laumað á töskur ferðamanna og staðsetning þeirra rakin. Atvikin hafa vakið mikinn óhug – en hvað átt þú að gera ef þú finnur AirTag sem er að rekja staðsetningu þína?

Á undanförnum vikum hafa fjölmiðlar greint frá því í auknu mæli að AirTag staðsetningabúnaði hafi verið laumað á töskur ferðamanna og staðsetning þeirra rakin. Atvikin hafa vakið mikinn óhug – en hvað átt þú að gera ef þú finnur AirTag sem er að rekja staðsetningu þína?

Í mars síðastliðnum greindi áströlsk kona frá því þegar AirTag var laumað á tösku hennar þegar hún var á ferðalagi um Balí án hennar vitundar. Í kjölfarið voru ástralskir ferðamenn hvattir til að passa sérstaklega vel upp á farangur sinn. Þá hefur stuðningsvefsíða Apple gefið út leiðbeiningar um hvað eigi að gera í slíkum málum.

Ef AirTag er sett á töskuna þína ættir þú að fá upp viðvörun á iPhone, iPad eða iPhod raftækið þitt um að það sé AirTag á þér og að eigandi búnaðarins gæti séð staðsetningu þína.

Tilkynning sem kemur upp á símann.
Tilkynning sem kemur upp á símann. Ljósmynd/Apple.com

Ef þú hefur fundið AirTag sem þú kannast ekki við getur þú fylgt eftirfarandi leiðbeiningum til að finna eigandann.

  1. Ef þú hefur fundið AirTag skaltu halda efsta hluta iPhone-símans nálægt hvítu hlið staðsetningarbúnaðarins þar til tilkynning birtist á símanum. 
  2. Ýttu á tilkynninguna. Það mun opnast vefsíða sem veitir upplýsingar um staðsetningabúnaðinn, þar á meðal raðnúmer þess og síðustu fjóra tölustafina í símanúmeri þess sem skráði það. Þetta getur hjálpað þér að bera kennsl á eigandann ef þú þekkir hann. Þú gætir viljað taka skjáskot til að tryggja að þú eigir upplýsingarnar.
  3. Ef eigandi staðsetningabúnaðarins hefur merkt við að hafa glatað honum getur þú séð skilaboð með upplýsingum um hvernig eigi að hafa samband við eigandann.

Ef þú hefur fundið AirTag og hefur áhyggjur af því að einhver gæti verið að rekja staðsetningu þína án samþykkis getur þú fylgt eftirfarandi skrefum til að slökkva á búnaðinum.

  1. Til að sjá lista yfir AirTags sem þú hefur fengið tilkynningu um skaltu fara í Find My-forritið í símanum. Ýtti á "Items".
  2. Skrollaðu neðst á síðuna og ýttu á "Items Detacted With You". Þá munt þú sjá þá hluti sem hafa kallað fram rakningarviðvörun. Ef möguleikinn "Play Sound" er ekki tiltækur gæti verið að hluturinn sé ekki lengur hjá þér, hann gæti verið nálægt eiganda sínum eða hefur verið hjá þér yfir nóttu og auðkenni hans breyst.
  3. Til að slökkva á AirTag og koma í veg fyrir að það deili staðsetningu þinni ýttu á "Instructions to Disable" og fylgdu eftirfarandi skrefum á skjánum.
  4. Eftir að AirTag hefur verið gerður óvirkur mun eigandinn ekki lengur geta fengið upplýsingar um núverandi staðsetningu búnaðarins. 
  5. Ef þú telur að öryggi þitt sé í hættu skaltu hafa samband við lögregluna á staðnum sem getur unnið með Apple og fengið upplýsingar um búnaðinn. Þú gætir þurft að láta staðsetningarbúnaðinn af hendi auk raðnúmeri hans.
Leiðbeiningar til að gera AirTag óvirkt.
Leiðbeiningar til að gera AirTag óvirkt. Ljósmynd/Apple.com

Þegar tilkynnt er um tæki til lögreglu er mælt með því að eyðileggja tækið ekki þar sem það getur oft verið notað til að hafa uppi á eigandanum eða sem sönnunargögn gegn honum.

mbl.is