Þetta eru dýrustu íbúðir landsins

Heimili | 14. apríl 2023

Þetta eru dýrustu íbúðir landsins

Í dag er fjölbreytt framboð af íbúðum á fasteignavef mbl.is sem kosta allt frá 11,9 milljónum upp í 175 milljónir. Smartland tók saman fimm dýrustu íbúðirnar í dag sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum lúxus.

Þetta eru dýrustu íbúðir landsins

Heimili | 14. apríl 2023

Það er mikill lúxusbragur yfir dýrustu íbúðum landsins.
Það er mikill lúxusbragur yfir dýrustu íbúðum landsins. Samsett mynd

Í dag er fjölbreytt framboð af íbúðum á fasteignavef mbl.is sem kosta allt frá 11,9 milljónum upp í 175 milljónir. Smartland tók saman fimm dýrustu íbúðirnar í dag sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum lúxus.

Í dag er fjölbreytt framboð af íbúðum á fasteignavef mbl.is sem kosta allt frá 11,9 milljónum upp í 175 milljónir. Smartland tók saman fimm dýrustu íbúðirnar í dag sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum lúxus.

Hallgerðargata 21

Við Hallgerðargötu í Reykjavík er að finna glæsilega 166 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020 og hannað af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt og THG arkitektum. Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 175 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hallgerðargata 21

Frá íbúðinni er útgengt á tvennar svalir og 52 fm …
Frá íbúðinni er útgengt á tvennar svalir og 52 fm þakverönd með heitum potti. Samsett mynd

Borgartún 6

Við Borgartún 6, í gömlu Rúgbrauðsgerðinni, er að finna nýja 156 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1947. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni auk glæsilegrar koníaksstofu með útsýni yfir Esjuna. Ásett verð 175 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Borgartún 6

Útsýnið frá íbúðinni er guðdómlegt.
Útsýnið frá íbúðinni er guðdómlegt. Samsett mynd

Kinnargata 21

Í Urriðaholtinu í Garðabæ er að finna 167 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2022. Hún státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og glæsilegum arin. Ásett verð er 167,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kinnargata 21

Það er lúxusbragur yfir Kinnargötunni.
Það er lúxusbragur yfir Kinnargötunni. Samsett mynd

Reykjastræti 7

Við Austurhöfn í Reykjavík er að finna 130 fm íbúð á fjórðu hæð með fallegu útsýni í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í eigninni. Ásett verð er 159 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Reykjastræti 7

Íbúðin er á fjórðu hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi við höfnina.
Íbúðin er á fjórðu hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi við höfnina. Samsett mynd

Hverfisgata 92B

Við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna 146 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2021. Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni, en út frá stofunni er útgengt á 19,4 fm svalir. Ásett verð er 159 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 92B

Í stofunni nær lofthæðin allt að fimm metrum.
Í stofunni nær lofthæðin allt að fimm metrum. Samsett mynd
mbl.is