Heiðdís æfir í 12-14 tíma á viku

Framakonur | 15. apríl 2023

Heiðdís æfir í 12-14 tíma á viku

Knattspyrnukonan Heidís Lillýardóttir var aðeins sex ára gömul þegar hún byrjaði að æfa fótbolta og upplifði strax mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Hún á að baki glæstan fótboltaferil og skrifaði nýverið undir samning við svissneska knattspyrnuliðið Basel.

Heiðdís æfir í 12-14 tíma á viku

Framakonur | 15. apríl 2023

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir er 26 ára gömul og hefur æft …
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir er 26 ára gömul og hefur æft fótbolta í 20 ár.

Knattspyrnukonan Heidís Lillýardóttir var aðeins sex ára gömul þegar hún byrjaði að æfa fótbolta og upplifði strax mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Hún á að baki glæstan fótboltaferil og skrifaði nýverið undir samning við svissneska knattspyrnuliðið Basel.

Knattspyrnukonan Heidís Lillýardóttir var aðeins sex ára gömul þegar hún byrjaði að æfa fótbolta og upplifði strax mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Hún á að baki glæstan fótboltaferil og skrifaði nýverið undir samning við svissneska knattspyrnuliðið Basel.

Heiðdís er uppalin á Egilsstöðum en flutti snemma að heiman til að spila fótbolta á Selfossi. Tveimur árum síðar fór hún yfir í Breiðablik í Kópavoginum og spilaði þar sex tímabil. 

„Ég er með BS gráðu í sálfræði en lífið snýst bara um fótboltann núna. Ég flutti til Basel í Sviss í lok janúar 2023, en svissneska deildin er spiluð yfir vetrartímann og klárast í lok maí,“ útskýrir Heiðdís. 

Æfir 12-14 klukkustundir á viku

Það er nóg að gera hjá Heiðdísi sem æfir að meðaltali um 12-14 klukkustundir á viku fyrir utan keppnir. „Við æfum sex sinnum í viku og keppum einu sinni í viku. Svo tek ég oftast aukalega þrjár styrktaræfingar yfir vikuna og er með æfingar frá styrktarþjálfaranum mínum. Svo fáum við alltaf einn frídag á viku,“ segir hún. 

Heiðdís hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta en viðurkennir þó að það komi tímabil þar sem ástríðan minnki, til dæmis vegna meiðsla eða annarra þátta. „Ástríðan er þó alltaf til staðar og undanfarið ár hefur ástríðan aldrei verið eins mikil.“

„Ég æfi á æfingasvæði Basel Campus sem er staðsett við …
„Ég æfi á æfingasvæði Basel Campus sem er staðsett við aðalleikvang Basel.“ Ljósmynd/Philipp Kämpf

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Morgunrútínan mín er að drekka mikið vatn, fá mér morgunmat, kaffi og fara á morgunæfingu. Fyrir áhugasama þá fæ ég mér alltaf hafragraut ala Guðrún Heiða. Ég reyni alltaf að vera eins fljót og ég get að undirbúa það sem ég borða því mér finnst leiðinlegt í eldhúsinu.

Ég set alltaf heitt vatn úr kaffivélinni út á hafra og chia-fræ, en það er mjög fljótlegt. Síðan bæti ég við próteindufti með vanillubragði og kanil, set svo epli, banana, bláber og hnetusmjör út á grautinn. Svo fæ ég mér kaffi og tek vítamín.“

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Hefðbundinn dagur er morgunmatur, morgunæfing, hádegismatur með liðinu, slökun eða sjúkraþjálfun, æfing seinni partinn, kvöldmatur og svo kósí.“

Hvernig dílar þú við stress og mótlæti tengt æfingum og keppni?

„Mér finnst það gott merki ef ég er stressuð fyrir leikjum, þá finn ég að ég er spennt og vil gera vel. Ég reyni bara að passa að það verði ekki of mikið með því til dæmis að skrifa niður hvað ég er að hugsa, gera plön og setja mér markmið.

Þegar kemur að mótlæti þá finnst mér mikilvægast að gefast ekki upp, hafa trú á sér og hafa markmið. Svo er einnig mikilvægt að hika ekki við að leita sér hjálpar þegar þess þarf. Ég hef oft glímt við meiðsli og hef þá alltaf leitað til sjúkraþjálfara, sálfræðings og kírópraktors. Svo hef ég verið með næringarþjálfara undanfarnar vikur og mér finnst það hjálpa heilmikið upp á orku og frammistöðu.“

„Mér finnst gott að sjá fyrir mér í hausnum hvað …
„Mér finnst gott að sjá fyrir mér í hausnum hvað ég ætla að gera í leiknum og fara yfir hverju ég get stjórnað. Mér finnst líka gott að gera jóga og hugleiðslu með róandi tónlist til að núllstilla mig, eða taka göngutúra með tónlist.“

Hvað finnst þér best að borða fyrir keppni?

„Það fer eftir því klukkan hvað leikurinn er, en mér finnst best að borða mikið daginn fyrir því ég verð frekar lystarlaus á leikdegi. Annars finnst mér best að reyna að borða próteinríkan hafragraut og ávexti í morgunmat, fæ mér svo pasta, kjúkling og grænmeti í hádeginu og svo ristað brauð með banana.“

Hver er lykillinn að árangri þínum í íþróttinni að þínu mati?

„Setja sér markmið, að gefast ekki upp sama hvaða mótlæti kemur og hafa trú á sjálfum sér allan tímann.“

Hvað er mest krefjandi við íþróttina?

„Það er mest krefjandi að vera í burtu frá kærastanum mínum, fjölskyldu og vinum.“

En mest gefandi?

„Það er mest gefandi að vinna við það sem maður elskar og hefur ástríðu fyrir. Að spila stóra leiki og ná þeim árangri sem maður stefnir að. Allt fólkið sem maður kynnist er líka mjög gefandi.“

Áttu þér uppáhaldsminningu úr fótboltanum?

„Uppáhaldsminningin mín úr fótboltanum eru titlarnir fjórir með Breiðablik, að spila í 16 liða úrslitum tvisvar með Breiðablik í Champions League og svo á ég margar góðar minningar frá því ég bjó í Lissabon og æfði með Benfica.“

Heiðdís í Lissabon í Portúgal.
Heiðdís í Lissabon í Portúgal.

Ertu með einhver ráð fyrir ungt íþróttafólk?

„Eltu draumana þína og hafðu trú á þér.“

Uppáhaldssnyrtivörur?

„Uppáhaldshúðvörurnar mínar þessa stundina eru frá Kheil's og uppáhaldshárvörurnar mínar eru frá Kérastase. Ég mála mig yfirleitt ekki þessa dagana en þegar ég nenni þá nota ég alltaf sömu snyrtivörurnar. 

Ég nota bronzing gel frá Sensai, soft matte-hyljara frá Nars, skyggingarstifti og kremkinnalit frá Fenty Beauty, give me sun-sólarpúðrið frá Mac, glært augabrúnagel frá Anastasia Beverly Hills og svo setting-sprey frá Urban Decay.

Svo lita ég sjálf augabrúnir og augnhár svört reglulega. Ég nota svo sensational-maskarann frá Maybelline ef það er eitthvað skemmtilegt tilefni en ekki fyrir leiki.“

Heiðdís notar yfirleitt alltaf sömu snyrtivörurnar, enda búin að finna …
Heiðdís notar yfirleitt alltaf sömu snyrtivörurnar, enda búin að finna vörur sem henta henni vel.

Áttu þér áhugamál utan fótboltans?

„Mér finnst langskemmtilegast að eyða frítímanum mínum í að hitta vini og fara í hádegisverð á veitingastaði eða kaffihús. Ég elska að vera úti í náttúrunni og skoða eitthvað flott. Svo hef ég líka gaman af því að mála, teikna, lesa og tefla.“

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn er eiginlega allskonar. Ég elska að kaupa eitthvað sem mér finnst flott og hef ekki séð áður, sama hvaða búð það er. Ég elska liti en er með æði fyrir brúnum núna.“

Heiðdís er með flottan og fjölbreyttan fatastíl.
Heiðdís er með flottan og fjölbreyttan fatastíl.

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Uppáhaldsflíkin mín er kjóll sem ég keypti á Neverfullydressed og hvít jakkaföt sem ég keypti á Na-kd.“

Hvaðan sækir þú þér tískuinnblástur?

„Ég sæki mestan innblástur hjá Hönnu Scönberg, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. En annars finnst mér alltaf eitthvað flott í Zöru, Húrra eða Urban Outfitters. Svo er ég mjög hrifin af skartinu hjá Mjöll.“

Hvað er framundan hjá þér?

„Njóta þess að fá þetta tækifæri að spila fyrir Basel.“

Það er nóg framundan hjá Heiðdísi sem ætlar að njóta …
Það er nóg framundan hjá Heiðdísi sem ætlar að njóta þess að fá að spila í Sviss.
mbl.is