Franskar konur gera ekki þessi mistök

Fatastíllinn | 17. apríl 2023

Franskar konur gera ekki þessi mistök

Franskar konur eru annálaðar fyrir smekklegheit, svo mjög að um það er talað á alþjóðavettvangi. Þær vissulega leika sér með tískuna en halda þó alltaf í heiðri ákveðnar meginreglur og það eru nokkur mistök sem franskar konur gera aldrei. 

Franskar konur gera ekki þessi mistök

Fatastíllinn | 17. apríl 2023

Monica de La Villardiére býr í París og er alltaf …
Monica de La Villardiére býr í París og er alltaf smekkleg til fara. Skjáskot/Instagram

Franskar konur eru annálaðar fyrir smekklegheit, svo mjög að um það er talað á alþjóðavettvangi. Þær vissulega leika sér með tískuna en halda þó alltaf í heiðri ákveðnar meginreglur og það eru nokkur mistök sem franskar konur gera aldrei. 

Franskar konur eru annálaðar fyrir smekklegheit, svo mjög að um það er talað á alþjóðavettvangi. Þær vissulega leika sér með tískuna en halda þó alltaf í heiðri ákveðnar meginreglur og það eru nokkur mistök sem franskar konur gera aldrei. 

1. Joggingbuxur

Íþróttatískan hefur tröllriðið öllu að undanförnu og sífellt algengara er að fólk láti sjá sig úti á götu í joggingbuxum. Franskar konur telja það hins vegar merki um uppgjöf. Íþróttaföt teljast ekki alvöru klæðnaður.

Þó að franskar konur séu í fæðingarorlofi þá fara þær …
Þó að franskar konur séu í fæðingarorlofi þá fara þær samt ekki út í joggingbuxum. Skjáskot/Instagram

2. Of háir hælar

Háir hælaskór sem stjörnur á borð við Kim Kardashian sjást reglulega í eru á bannlista franskra kvenna. Þær kjósa frekar minni hæl eða jafnvel smekklegar mokkasínur.

Lágir hælar eru málið.
Lágir hælar eru málið. Skjáskot/Instagram

3. Föt með áberandi merki

Franskar konur forðast að klæðast fötum sem eru merkt með áberandi hætti. Þær klæðast vissulega merkjafötum en á mjög lágstemmdan hátt.

Klassískar flíkur og látlausar merkjavörur eiga upp á pallborðið hjá …
Klassískar flíkur og látlausar merkjavörur eiga upp á pallborðið hjá frönskum konum. Skjáskot/Instagram

4. Forðast að vera þrælar tískunnar

Franskar konur vilja síður klæðast því sama og allir aðrir. Þær forðast að falla í tískugryfjuna og halda sig við klassísk föt sem standast tímans tönn. Þær fylgjast engu að síður með helstu straumum og stefnum og velja sér kannski eina til tvær flíkur á hverju misseri til þess að poppa upp fataskápinn.

5. Að reyna of mikið

Það að vera með fullkomið hár, neglur og vel samsett föt þykir ekki fullkomið að mati franskra kvenna. Það er mikilvægt að passa að útlitið sé eilítið kæruleysislegt. Ef þú vilt að útlitið sé fullkomið þá skaltu velja eitthvað eitt til þess að einblína á og haltu öðru einföldu.

6. Að kaupa ódýr föt

Gæðin skipta öllu máli í lífi franskra kvenna. 

7. Að klæða sig fyrir aðra

Franskar konur hætta ekki að klæðast einhverju þó það sé dottið úr tísku. Þær klæðast því sem þær elska og fylgja ekki áliti annarra. 

mbl.is