Stjórnarandstæðingur dæmdur í 25 ára fangelsi

Rússland | 17. apríl 2023

Stjórnarandstæðingur dæmdur í 25 ára fangelsi

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Vladimír Kara-Múrsa, var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir landráð vegna gagnrýni hans á innrás Rússa í Úkraínu.

Stjórnarandstæðingur dæmdur í 25 ára fangelsi

Rússland | 17. apríl 2023

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Vladimír Kara-Múrsa.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Vladimír Kara-Múrsa. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Vladimír Kara-Múrsa, var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir landráð vegna gagnrýni hans á innrás Rússa í Úkraínu.

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Vladimír Kara-Múrsa, var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir landráð vegna gagnrýni hans á innrás Rússa í Úkraínu.

Kara-Múrsa er 41 ára gamall og var fundinn sekur fyrir að dreifa „falsfréttum“ um rússneska herinn og að hafa tengsl við „óæskileg samtök“. Hann skal sæta 25 ára vist í fangabúðum í Rússlandi. 

Við dómsuppkvaðninguna í dag brosti hann og bað stuðningsmann að skrifa bréf til sín í fangelsinu. Í síðustu viku sagðist hann standa við allar þær yfirlýsingar sem hann hefur gefið út vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Við dómsuppkvaðninguna í dag brosti Kara-Múrsa og bað stuðningsmann að …
Við dómsuppkvaðninguna í dag brosti Kara-Múrsa og bað stuðningsmann að skrifa bréf til sín í fangelsinu. AFP

Starfaði sem blaðamaður

„Ég iðrast ekki neins. Ég er einungis stoltur af því sem ég sagði.“

Kara-Múrsa var handtekinn fyrir ári síðan en hann starfaði áður sem blaðamaður. Hann þjáist af taugasjúkdómi sem lögfræðingar hans segja stafa af tveimur tilraunum til að eitra fyrir honum árið 2015 og árið 2017.

mbl.is