Bestu konunglegu áfangastaðir Bretlands

Borgarferðir | 18. apríl 2023

Bestu konunglegu áfangastaðir Bretlands

Í tilefni af krýningu Karls III. Bretakonungs, sem fer fram hinn 6. maí næstkomandi, hefur Indpendent tekið saman bestu konunglegu áfangastaði Bretlandseyja.

Bestu konunglegu áfangastaðir Bretlands

Borgarferðir | 18. apríl 2023

Konungshallir eru vinsælir áfangastaðir í Bretlandi.
Konungshallir eru vinsælir áfangastaðir í Bretlandi. Samsett mynd

Í tilefni af krýningu Karls III. Bretakonungs, sem fer fram hinn 6. maí næstkomandi, hefur Indpendent tekið saman bestu konunglegu áfangastaði Bretlandseyja.

Í tilefni af krýningu Karls III. Bretakonungs, sem fer fram hinn 6. maí næstkomandi, hefur Indpendent tekið saman bestu konunglegu áfangastaði Bretlandseyja.

Krýningin verður sú fyrsta í sjötíu ár og eru Bretar mjög spenntir fyrir viðburðinum. Fyrir þá sem komast ekki til Lundúna á krýningardaginn sjálfan eru þó meira en nóg af áfangastöðum um allt land sem áhugasamir konungssinnar geta skoðað í tilefni þessa merka viðburðar.

Windsor-kastali í Berkskíri

Dval­arstaður bresku krún­unn­ar í Windsor. Í kap­ellu heil­ags Georgs er …
Dval­arstaður bresku krún­unn­ar í Windsor. Í kap­ellu heil­ags Georgs er Elísa­bet drottn­ing graf­in. Rauters/Darren Staples

Lundúnaturn (e. Tower of London)

Þar sem bresku krúnu­djásn­in eru til sýn­is.
Þar sem bresku krúnu­djásn­in eru til sýn­is. Unsplash/Nick Fewings


Holyroodhouse-höllin í Edinborg

Op­in­ber dval­arstaður Breta­kon­ungs í Skotlandi.
Op­in­ber dval­arstaður Breta­kon­ungs í Skotlandi. Unsplash/Diego Allen

Hampton Court-höllin í Richmond upon Thames

Var heim­ili Hinriks VIII. og fimm af sex kon­um hans. …
Var heim­ili Hinriks VIII. og fimm af sex kon­um hans. Einn íburðamesti kon­ung­legi dval­arstaður­inn sem finna má í Bretlandi. Unsplash/KT Like Coffee

 

Aðrir staðir á listanum:

  1. Konunglega vopnasafnið í Leeds
    Geymir meðal annars vopnabúr og herklæði Hinriks VIII.
  2. Mary Rose skipið í Portsmouth
    Flaggskip Hinriks VIII. er þar til sýnis.
  3. Kensington-höll í Lundúnum
    Opinbert heimili hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge í Lundúnum. Var áður heimili Díönu prinsessu.
  4. Old George Inn kráin í Newcastle
    Elsta kráin í Newcastle. Karl I. Bretakonungur var þar tíður gestur. 
  5. Konunglega snekkjan Britannia í Edinborg
    Var opinber snekkja konungsfjölskyldunnar í meira en fjörutíu ár. Liggur nú við bryggju í Edinborg.
  6. Lincoln-kastali í Lincolnskíri
    Eitt af fjórum eintökum sem enn eru til af Magna Carta er þar til sýnis.
mbl.is