Þyngdarsveiflur söngkonu vinsælt myllumerki á TikTok

Líkamsvirðing | 18. apríl 2023

Þyngdarsveiflur söngkonu vinsælt myllumerki á TikTok

Söngkonan Bebe Rexha er orðin þreytt á óumbeðnum athugasemdum og áhuga fólks á líkama sínum og þyngdarsveiflum. Rexha deildi skjáskoti með fylgjendum sínum á Twitter sem hún tók af síðunni TikTok sem sýnir myllumerkið #beberexhaweight sem eitt það vinsælasta og umtalaðasta á síðunni. 

Þyngdarsveiflur söngkonu vinsælt myllumerki á TikTok

Líkamsvirðing | 18. apríl 2023

Söngkonan Bebe Rexha skilur ekki áhuga fólks á líkama sínum …
Söngkonan Bebe Rexha skilur ekki áhuga fólks á líkama sínum og þyngdarsveiflum. AFP

Söngkonan Bebe Rexha er orðin þreytt á óumbeðnum athugasemdum og áhuga fólks á líkama sínum og þyngdarsveiflum. Rexha deildi skjáskoti með fylgjendum sínum á Twitter sem hún tók af síðunni TikTok sem sýnir myllumerkið #beberexhaweight sem eitt það vinsælasta og umtalaðasta á síðunni. 

Söngkonan Bebe Rexha er orðin þreytt á óumbeðnum athugasemdum og áhuga fólks á líkama sínum og þyngdarsveiflum. Rexha deildi skjáskoti með fylgjendum sínum á Twitter sem hún tók af síðunni TikTok sem sýnir myllumerkið #beberexhaweight sem eitt það vinsælasta og umtalaðasta á síðunni. 

„Að sjá þetta er mjög svo pirrandi,“ skrifaði Rexha í tístinu sem hún deildi hinn 16. apríl síðastliðin. Hún hélt áfram og sagði: „Ég er ekki reið yfir þessu þar sem þetta er satt. Ég þyngdist. En það er bara leiðinlegt að það skipti svona miklu máli. En ég þakka öllu því fólki sem elskar mig, sama hvað.“

Færslu Rexha var mætt með stuðningi frá aðdáendum og skrifaði einn: „Ég veit ekki hvort við munum nokkurn tímann komast á þann stað sem samfélag þar sem fólk gætir velsæmis og hættir að benda á eða gagnrýna þyngd/líkama einhvers annars. Ég vildi svo sannarlega sjá það gerast einn daginn. Þú ert falleg, ungfrú Rexha!“

mbl.is