Gummi kíró kominn í Eflingar-jakka

Fatastíllinn | 19. apríl 2023

Gummi kíró kominn í Eflingar-jakka

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður stéttarfélagsins Eflingar stal þrumunni þegar hún og hennar fólk mætti í sérmerktum Eflingar-jökkum í karphúsið. Nú er Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor kominn í samskonar jakka. Bara í bjartari lit.

Gummi kíró kominn í Eflingar-jakka

Fatastíllinn | 19. apríl 2023

Guðmundur Birkir Pálmason er kominn í sumarútgáfuna af Eflingar-jakka Sólveigar …
Guðmundur Birkir Pálmason er kominn í sumarútgáfuna af Eflingar-jakka Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Ljósmynd/Samsett

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður stéttarfélagsins Eflingar stal þrumunni þegar hún og hennar fólk mætti í sérmerktum Eflingar-jökkum í karphúsið. Nú er Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor kominn í samskonar jakka. Bara í bjartari lit.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður stéttarfélagsins Eflingar stal þrumunni þegar hún og hennar fólk mætti í sérmerktum Eflingar-jökkum í karphúsið. Nú er Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor kominn í samskonar jakka. Bara í bjartari lit.

Eflingar-jakkarnir hafa notið vinsælda í gegnum tíðina. Á ensku kallast jakkarnir „bomber“ jakkar en á íslensku hafa þeir verið kallaðir ýmsum nöfnum eins og klíkujakkar, skólablússur, slagsmála-jakkar og fleira í þeim dúr. 

Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er jafnan kallaður, tilheyrir engri sérstakri klíku. Hann þykir hafa flottan fatastíl og gengur oft skrefinu lengra en kynbræður hans þegar kemur að fatavali. Nú er bara spurning hvort sumarjakki Gumma kíró verði sumarflíkin í ár eða ekki. 

Sólveig Anna Jónsdóttir vakti athygli þegar hún mætti í sérmerktum …
Sólveig Anna Jónsdóttir vakti athygli þegar hún mætti í sérmerktum Eflingar-jakka. mbl.is/Hákon
mbl.is