Rússnesk þota varpaði sprengju á íbúðahverfi

Úkraína | 20. apríl 2023

Rússnesk þota varpaði sprengju á íbúðahverfi

Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að orrustuþota á þeirra vegum hafi varpað sprengju á rússnesku borgina Belgorod, sem liggur nálægt landamærum Rússlands og Úkraínu. 

Rússnesk þota varpaði sprengju á íbúðahverfi

Úkraína | 20. apríl 2023

Sprenging varð í miðri borginni Belgorod í vestanverðu Rússlandi í …
Sprenging varð í miðri borginni Belgorod í vestanverðu Rússlandi í dag. Ekki er vitað hvað olli henni. AFP

Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að orrustuþota á þeirra vegum hafi varpað sprengju á rússnesku borgina Belgorod, sem liggur nálægt landamærum Rússlands og Úkraínu. 

Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að orrustuþota á þeirra vegum hafi varpað sprengju á rússnesku borgina Belgorod, sem liggur nálægt landamærum Rússlands og Úkraínu. 

Að sögn sjónvarvotta myndaði sprengjan gríðarstóran gíg í miðri borginni og tveir særðust vegna hennar. 

Höggbylgja braut gler

„Sprenging átti sér stað. Samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum eru engin fórnarlömb,“ segir Víatjeslav Gladkov landstjóri í Belogrod á samskiptaforritinu Telegram. Hann bætir við að gríðarstór gígur, allt að 20 metrar á breidd, hafi myndast í miðri borginni.

Gladkov sagði að sprengingin hafi framkallað öfluga höggbylgju sem braut meðal annars glugga í íbúðarhúsnæði og skemmdi bíla á svæðinu.

Valentín Demídov borgarstjóri mætti á vettvang og deildi myndum frá svæðinu á Telegram. Á einni mynd mátti sjá Demídov ræða við íbúa á svæðinu að því er virðist á heimili hennar sem fór illa út úr sprengingunni. 

Sprengin olli skemmdum á allmörgum bifreiðum.
Sprengin olli skemmdum á allmörgum bifreiðum. AFP

Íbúum býðst gisting á hótelum

Demídov borgarstjóri segir að hægt sé að finna gistirými á hótelum handa fólkinu sem býr í þeim húsum sem skemmdust í sprengingunni.

Sprengingar hafa orðið töluvert algengari á Belgorod-svæðinu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmu ári síðan. Í janúar greindi Gladkov Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, frá því að 25 manns hefðu fallið og yfir 90 særst á svæðinu frá því að innrásin hófst.

Tilneyddur til þess að varpa sprengjunni

Nú er það komið í ljós að rússnesk orrustuþota olli sprengingunni. Þotan var á flugi yfir borginni þegar hún varpaði sprengjunni. Að sögn rússneska fréttamiðilsins Tass, var um neyðartilvik að ræða þar sem flugmaður var tilneyddur sökum aðstæðna til þess að losa sprengjuna úr vélinni.

Þotan er af gerðinni Su-34.
Þotan er af gerðinni Su-34. Ljósmynd/Wikipedia.org

„Óvenjulegt fall flugvélaskotfæra hefur átt sér stað,“ segir í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að atvikið hafi átt sér stað fimmtán mínútum eftir tíu að kvöldi á staðartíma.

mbl.is