Fótboltastjarna vinnur með náttfatalúkkið

Fatastíllinn | 22. apríl 2023

Fótboltastjarna vinnur með náttfatalúkkið

Hversdagsföt sem líkjast einna helst náttfötum hafa verið vinsæl upp á síðkastið og norska fótboltastjarnan Erling Haaland lætur ekki sitt eftir liggja.

Fótboltastjarna vinnur með náttfatalúkkið

Fatastíllinn | 22. apríl 2023

Haaland í hlébarðafötunum sínum.
Haaland í hlébarðafötunum sínum. Skjáskot/Instagram

Hversdagsföt sem líkjast einna helst náttfötum hafa verið vinsæl upp á síðkastið og norska fótboltastjarnan Erling Haaland lætur ekki sitt eftir liggja.

Hversdagsföt sem líkjast einna helst náttfötum hafa verið vinsæl upp á síðkastið og norska fótboltastjarnan Erling Haaland lætur ekki sitt eftir liggja.

Hann er ófeiminn við að fara eigin leiðir þegar kemur að tískunni og er stíll hans mjög afslappaður og náttfatalegur. Sést hefur til hans á veitingastöðum í mjög náttfatalegum skyrtum, ljósbláum með bryddingum.

Þetta eru þó engar lufsur sem hann klæðist og kostar hver flík á bilinu 200 til 300 þúsund íslenskar krónur. Verðið er þó enginn vandi fyrir fótboltastjörnuna sem er sagður þéna 64 milljónir á viku.

Náttfötin hafa líka verið að ryðja sér til rúms í kvennatískunni en konur hafa sést utandyra í fínum silkináttfötum og para fötin þá við flotta hælaskó og sparilegt veski eða hvíta strigaskó, eftir því hvert tilefnið er. Ekki er verra ef náttfötin eru skreytt fjöðrum.

Erling Haaland heldur uppi stuðinu í Dolce og Gabbana náttfötunum …
Erling Haaland heldur uppi stuðinu í Dolce og Gabbana náttfötunum sem kosta 400 þúsund krónur íslenskar. Skjáskot/Instagram
Haaland finnst gaman að klæðast dýrum fötum.
Haaland finnst gaman að klæðast dýrum fötum. Skjáskot/Instagram
Haaland í Dolce og Gabbana gallanum í einkaþotunni sinni.
Haaland í Dolce og Gabbana gallanum í einkaþotunni sinni. Skjáskot/Instagram
Gwyneth Paltrow í náttfötum utandyra. Þarna klæðist hún merkinu Olivia …
Gwyneth Paltrow í náttfötum utandyra. Þarna klæðist hún merkinu Olivia von Halle. Skjáskot/Instagram
Náttföt með fjöðrum eru mjög smart, líka þegar maður klæðist …
Náttföt með fjöðrum eru mjög smart, líka þegar maður klæðist dúnúlpu. Skjáskot/Instagram
mbl.is