7 leiðir til að auka sjálfsálitið

Andleg heilsa | 23. apríl 2023

7 leiðir til að auka sjálfsálitið

Slæmt sjálfsálit, jafnvel sjálfshatur, getur haft hræðilegar afleiðingar, bæði þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Sálfræðingurinn Katherine Cullen fjallar um hvernig hægt er að auka sjálfsálit sitt á vef Psychology Today.

7 leiðir til að auka sjálfsálitið

Andleg heilsa | 23. apríl 2023

Kærleikurinn skiptir máli.
Kærleikurinn skiptir máli. Unsplash/Jackson David

Slæmt sjálfsálit, jafnvel sjálfshatur, getur haft hræðilegar afleiðingar, bæði þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Sálfræðingurinn Katherine Cullen fjallar um hvernig hægt er að auka sjálfsálit sitt á vef Psychology Today.

Slæmt sjálfsálit, jafnvel sjálfshatur, getur haft hræðilegar afleiðingar, bæði þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Sálfræðingurinn Katherine Cullen fjallar um hvernig hægt er að auka sjálfsálit sitt á vef Psychology Today.

Hér eru sjö ráð til að efla sjálfsálitið.

Stundaðu kærleikshugleiðslu

Kærleikshugleiðsla, sem á uppruna sinn að rekja til búddisma, leggur áherslu á skilyrðislaust samþykki og góðvild gagnvart öllum verum, þar á meðal sjálfum þér. Ein leið til að æfa það er að leggja höndina á hjartað og draga djúpt andann. Vertu viss um að hafa útöndunina lengri en innöndunina. Þegar þú andar út skaltu endurtaka möntruna „megi þú treysta“. Gerðu þetta um það bil fimm sinnum. Síðan skaltu endurtaka möntruna „megir þér finnast þú verðugur ástar“ fimm sinnum er þú andar út.

Þér kann að finnast þetta ótrúverðugt í fyrstu, en endurtaktu þessa æfingu á hverjum degi í að minnsta kosti eina viku. Líkurnar eru á að þú verðir meyrari gagnvart sjálfri þér og upplifir minni sjálfsgagnrýni.

Rifjaðu upp fyrri velgengni

Þegar hugarástand okkar er af neikvæðum toga og okkur líður illa eigum við það til að gleyma fyrri velgengni okkar í lífinu og hvað okkur leið með þau afrek. Taktu þér fimm til tíu mínútur til að skrifa niður lista yfir allt það sem þér hefur liðið með að gera á lífsleiðinni, sama hversu stórt eða smátt það er.

Þetta mun hjálpa þér að minna þig á að þú ert í raun fær um að ná árangri og að þú hafir getu til að fagna góðum árangri.

Talaðu við fólk sem hefur stutt þig

Gefðu þér smá tíma til að minnast þeirra sem hefur trúað á þig eða stutt þig á lífsleiðinni með einhverjum hætti. Þetta fólk þarf ekki endilega að vera enn hluti af lífi þínu.

Ímyndaðu þér að hver og einn þeirra hvetji þig áfram. Rifjaðu upp allt það sem það hefur sagt við þig sem jók sjálfstraust eða framkallaði ró.

Gerðu öðrum góðverk

Ef við gerum ekki mörg góðverk er ólíklegt að okkur líði vel með okkur sjálf. Þess vegna er svo mikilvægt að haga okkur á þann hátt sem lætur okkur líða eins og við séum góðar manneskjur, jafnvel þótt við séum ekki fullkomin.

Flestum okkar líður betur með okkur sjálf þegar við gerum öðrum eitthvað gott. Íhugaðu að gera eitt góðverk á dag, eitthvað sem hjálpar öðrum eða bætir daginn. Þetta getur hjálpað til við að auka sjálfstraust þitt.

Fyrirgefðu sjálfum þér

Það er ómögulegt að mæta öllum kröfum, gera öll verkefni fullkomlega og gera aldrei mistök. Þú veist það nú þegar. Samt sem áður er auðvelt að falla niður í svarthol neikvæðra hugsana í hvert sinn sem þú klúðrar einhverju. Þessi ranga niðurstaða kemur í veg fyrir að þú lærir af mistökum þínum.

Hættu því að velta vöngum yfir meintu vanhæfi þínu með því að leita að sögum annarra um mistök og bata. Leitaðu á netinu eftir slíkum sögum eða talaðu við nástadda um fyrri mistök þeirra. Þegar þú sérð hversu algengt það er að gera mistök er auðveldara að fyrirgefa sjálfum sér. 

Ekki forðast áskoranir

Því oftar sem við hættum við áætlanir, höfnum boði á viðburði og forðumst krefjandi aðstæður, því færri sönnunargögn höfum við fyrir því að þegar okkur verður á komumst við yfir það. Skoraðu á sjálfan þig að gera eitthvað eitt í hverjum mánuði sem fer með þig út fyrir þægindarammann þinn.

Efldu sjálfsálitið til lengri tíma

Það tekur tíma að endurskoða neikvæðu kjarnaviðhorfin sem við höfum um okkur sjálf. Reyndar er þetta aðaláherslan í hugrænni atferlismeðferð og gerist ekki bara á einni nóttu. Stöðug viðleitni til að bregðast við á þann hátt sem raunverulega lætur okkur líða betur með okkur sjálf og það sem við höfum gert skilar á endanum árangri. Þegar öllu er á botninn hvolft komumst við eflaust að því að við erum í raun ekki svo slæm.

mbl.is